fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Aron opnar sína fyrstu myndlistarsýningu – „Maður á að fylgja hjartanu í listinni“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. júní 2019 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Leví Beck er varaborgarfulltrúi og formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. 

Það eru þó ekki bara stjórnmálin og skipulagsmálin sem eru Aroni til lista lögð, því hann spilar einnig á hljóðfæri og syngur, og framundan er fyrsta myndlistarsýning hans. Aron málar undir listamannsnafninu ALBECK og sýningin Nýfæddur opnar laugardaginn 15. júní á veitingastaðnum Horninu.

„Opnunin er frá kl. 15-18, allir eru velkomnir og léttar veitingar verða í boði,“ segir Aron hress í bragði, en hann er núna í fæðingarorlofi með mánaðargamlan son.

„Ég hef verið varamaður í Menningarráði Reykjavíkurborgar og verið svo heppinn að fá að fylgjast með listinni í Reykjavík í svolítinn tíma, þannig að kviknaði áhuginn á að mála. Svo áður en ég vissi af var ég byrjaður að mála,“ segir Aron.

Aron er lærður málarameistari og í skólanum lærði hann marga áfanga í litafræði, fríhendisteikningu, stækka upp myndir, mála þær og fleira. „Ég bý að þeirri þekkingu og hef gott vald á efni og verkfærum.“

Vinátta
80x120cm akrýl á striga

Aron fékk snemma áhuga á tónlist, en hann spilar á gítar, bassa og harmoniku. Aron syngur líka, og er félagi í karlakórnum Fóstbræðrum, enda á hann ekki langt að sækja hæfileikana til söngsins, en faðir hans er tónlistarmaðurinn Rúnar Þór.

„Ég gæti trúað að ég komi fólki oft á óvart, sem gerir það að verkum að þetta kemur þeim ekki jafnmikið á óvart,“ segir Aron aðspurður um viðbrögð fólks við myndunum hans og því að hann sé að mála yfirhöfuð.

„Á Instagram: Albeck. Reykjavík, hefur myndunum verið tekið rosalega vel, það eru margir aðrir málarar að „followa“ mig þar. En að sama skapi sé ég að þegar ég set inn mynd sem er augljóslega flottari fyrir sem flesta, ef svo má segja, þá verða meiri viðbrögð við henni. En svo má ekki gleyma að það sem einum finnst flott finnst öðrum ekki. Það er það skemmtilega við listina. Það eru blendnar tilfinningar við að halda svona sýningu og að leyfa fólki að sjá myndirnar. Ég var svona pínu skeptískur, en eins og pabbi minn, Rúnar Þór, sem hefur gefið út fjölda platna sagði: „Það fara ekki öll lögin á plötuna,“ þannig að ég vel úr myndir fyrir sýninguna.“

Áhuginn Arons á stjórnmálum kviknaði á háskólaárunum og út frá bygginga- og skipulagsfræðunum, en Aron útskrifaðist úr byggingafræði árið 2015. „Ég fór síðan í meistaranámið en á ritgerðina eftir þar. Innan borgarkerfisins hef ég aðallega fengist við skipulagsmál og menningarmál. Einnig aðgengismál fatlaðra,“ segir Aron. „Í myndunum mínum sæki ég í borgarskipulag, þær eru margar í svona kassaformum og það er oft eins og maður sé að horfa ofan á aðaluppdrátt, borgarskipulag.“

Aron segir mikilvægt að vinna eftir eigin tilfinningu. „Maður á að fylgja hjartanu í þessu, ég kannski mála mynd um kvöldið sem mér finnst ekkert spes, en svo daginn eftir finnst mér hún bara mjög flott. Maður er alveg frjáls í listinni, ég má gera allt sem ég vil og ég mála bara það sem mér finnst flott.

Maður dettur bara svolítið inn í þetta, myndlistin bæði róar, en getur að sama skapi örvað líka,“ svarar Aron aðspurður um hvað myndlistin gefi honum. „Það er bara gott í daglegu amstri þar sem maður er að vinna alls konar vinnur að geta gefið sér tíma til að skapa. Það gefur manni ótrúlega mikið hvort sem maður er að syngja eða mála.“

Um 20-30 myndir verða á sýningunni sem opnar sem áður segir laugardaginn 15. júní kl. 15. Allir eru velkomnir og léttar veitingar verða í boði.

Fylgjast má með Albeck á Facebook og Instagram.

Fantasía af Meðalfellsvatni sem Aron málaði og gaf vini sínum í 30 ára afmælisgjöf.
„Var að mála nýja mynd fyrir þig til að hafa inni í stofu. Myndin er 100x120cm olía á striga“
Pólitík 80x120mm olía á stiga

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu