fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Secret Solstice: Jonas Blue fyllir skarð ökklabrotins Martin Garrix

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. júní 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfrægi enski plötusnúðurinn Jonas Blue var að bætast við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem fram fer 21. – 23. júní í Laugardalnum.

Blue kemur í staðinn fyrir hollenska plötusnúðinn Martin Garrix, sem átti að koma fram á Secret Solstice. Garrix varð hins vegar að aflýsa öllum tónleikaferðalögum sínum næstu mánuði eftir að hann ökklabrotnaði í Las Vegas í byrjun júní.

Blue er sem stendur númer 55 í heiminum af öllum tónlistarmönnum á Spotify, með um 27 milljón hlustanir á mánuði. Hann gaf út plötuna Blue í lok síðasta árs, sem sló rækilega í gegn, og hafa lög eins og Perfect Strangers og Rise hljómað á skemmtistöðum landsins.

Blue hefur fimm sinnum verið tilnefndur fyrir lag og tónlistarmyndband ársins á Brit Awards og einnig hjá MTV Europe Awards. Hann hefur spilað á mörgum af þekktustu tónlistarhátíðum heims eins og Tomorrowland og spilaði á undan úrslitaleik Chelsea ogArsenal í Evrópudeild knattspyrnu karla í Bakú í Aserbaídsjan í maí. Blue hefur vakið heimsathygli fyrir stíl sinn, sem þykir minna á sumar og sælu, og má þar nefna hans útgáfu af lagi Tracy Chapman, Fast car.

Secret Solstice gaf í dag út app þar sem hægt verður að nálgast heildardagskrá ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum tengdum hátíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni