fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Lúxuslíf Íslendinga: Svanhildur Konráðsdóttir – Hjartað slær fyrir menninguna

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júní 2019 21:30

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. Samsett mynf/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanhildur Konráðsdóttir tók við starfi forstjóra Hörpu 1. maí 2017, en hún hefur setið í stjórn Hörpu ohf. síðan árið 2012 og hefur komið að undirbúningi tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík frá árinu 2004. Svanhildur var áður sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Svanhildur hefur áratuga reynslu af stjórnunarstörfum á sviði menningar, lista og ferðamála, en hún leiddi meðal annars stofnun Höfuðborgarstofu og átti frumkvæði að stofnun Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík.

„Hjartað hefur lengi slegið fyrir Hörpu og ég er svo lánsöm að hafa tengst verkefninu nánast frá upphafi,“ sagði Svanhildur í tilkynningu þegar hún var komin í forstjórastólinn.
Þrátt fyrir að hjarta Svanhildar hafi ávallt fylgt menningarverkefnum hennar, var ekki sama hægt að segja um launamál í Hörpu, en mikill styr varð meðal starfsmanna þegar kom í ljós að laun hennar höfðu hækkað um nærri 20% á tveimur mánuðum. Fóru laun Svanhildar úr 1.308.736 krónum á mánuði þegar hún hóf störf hjá Hörpu í maí 2017 í 1.567.500 krónur í júlí 2017. Áramótin 2018/19 var svo þjónustufulltrúum, en ekki stjórnendum, gert að lækka eigin laun til að létta af rekstri Hörpu. Sögðu 20 þeirra upp störfum. í kjölfarið fór Svanhildur fram á það að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt til 1. janúar 2018 eða í þau sömu og í úrskurði kjararáðs, 1.308.736 krónur á mánuði. „Friður um Hörpu er ofar öllu,“ segir Svanhildur.

Svanhildur býr sunnan við lækinn í Hafnarfirði í fallegu húsi sem byggt var árið 1953.

Svanhildur skálar á uppskeruhátíð Hörpu.

Heimili:

Grænakinn 24

137,5 fm

Fasteignamat: 42.500.000 kr.

Svanhildur Konráðsdóttir

Tekjublað DV 2018: Tekna ekki getið, en mánaðarlaun samkvæmt úrskurði kjararáðs eru 1.308.736 kr.

Ekki missa af nýjasta DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“