fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fókus

Lúxuslíf Íslendinga: Baltasar Kormákur – Af fjölunum í fremstu röð kvikmyndabransans

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 31. maí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baltasar Kormákur Baltasarson útskrifaðist sem leikari vorið 1990 og vakti fyrst athygli sem Rómeó í verki Shakespeare, Rómeó og Júlía. Má segja að hjartaknúsaranum Baltasar hafi verið allir vegir færir eftir það, jafnt á leiksviðinu, bak við tjöldin og vélina sem leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur og sem einn af myndarlegri mönnum landsins.

Baltasar Kormákur hefur verið farsæll leikstjóri bæði á Íslandi sem erlendis, og umgengist stórstjörnur Hollywood. Breski leikarinn Idris Elba leikur í nýjustu mynd hans, Deeper, sem tökur hefjast á nú um mánaðamótin. Tök­ur mynd­ar­inn­ar munu fara fram í nýju mynd­veri fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is Baltas­ars, RVK Studi­os, í Gufu­nesi og á hafi úti, lík­lega á Faxa­flóa. „Þetta verður senni­lega fyrsta stóra mynd­in sem verður tek­in öll upp á Íslandi, stúd­íóið býður upp á þann mögu­leika, að gera þetta.“

Baltasar var giftur Lilju Sigurlínu Pálmadóttir, en parið var áberandi í rúm 20 ár, jafnt í samkvæmis- og menningarlífinu. Lilja er listamaður og hrossaræktandi og bjuggu hjónin í fallegu húsi að Miðstræti 7, ásamt stórum barnahópi, en þau áttu einnig eignina Hof í Skagafirði. Hof keyptu þau árið 2002, en faðir Lilju, Pálmi, kenndur við Hagkaup, Jónsson átti ættir að rekja þangað. Íbúðarhúsið að Hofi er teiknað og unnið af Studio Granda í samráði við Lilju og hefur hlotið tilnefningar og verðlaun á alþjóðavettvangi arkitektúrs.

Mynd: Heimasíða Studio Granda/© Sigurgeir Sigurjónsson
Mynd: Heimasíða Studio Granda/© Sigurgeir Sigurjónsson
Mynd: Heimasíða Studio Granda/© Sigurgeir Sigurjónsson

Fyrr á þessu ári skildu hjónin að borði og sæng og er Baltasar tekinn saman við listakonuna og leikmyndahönnuðinn Sunnevu Ásu Weisshappel.
Baltasar keypti nýlega nýtt heimili að Smáragötu 10, 375 fermetra hús sem byggt var árið 1931. Afsali hefur verið þinglýst en kaupverðs er ekki getið í því, þó má ætla að eignin hafa kostað yfir 200 milljónir króna.

Heimili:

Smáragata 10

375,6 fm

Fasteignamat: 161.800.000 kr.

Baltasar Kormákur Baltasarson

Tekjublað DV 2018: 1.545.000 kr.

Ekki missa af nýjasta DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eltihrellirinn er kona sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá – „Ég óttast hversu langt hún er tilbúin að ganga“

Eltihrellirinn er kona sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá – „Ég óttast hversu langt hún er tilbúin að ganga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rígur á milli Beckham bræðra – Talast ekki við

Rígur á milli Beckham bræðra – Talast ekki við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Opnar sig um raunverulegu ástæðuna fyrir tárunum sem féllu eftir kynlíf með 100 karlmönnum

Opnar sig um raunverulegu ástæðuna fyrir tárunum sem féllu eftir kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum