fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Hanna Rún náði sínum besta árangri ólétt af frumburðinum: „Þú dansar bara þangað til þú ferð upp á deild“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 30. maí 2019 18:00

Hanna Rún. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar, Föstudagsþáttarins Fókus. Hanna Rún hefur átt gríðarlega góðu gengi að fagna í dansheiminum nánast frá blautu barnsbeini og er hvergi nærri hætt. Í hlaðvarpsþættinum, sem horfa á má í heild sinni hér fyrir neðan, ræðir hún um lífið og tilveruna, dansinn og markmiðin.

Sjá einnig: Bónorðið kom Hönnu Rún í opna skjöldu – Giftist átrúnaðargoðinu sínu: „Ótrúlegt hvernig lífið er“.

Hanna Rún er gift rússneska dansarnum Nikita Bazev og eiga þau saman litla Vladimir Óla sem verður fimm ára í sumar. Hanna Rún hélt óléttunni leyndri í rúma þrjá mánuði en síðasta mótið sem hún keppti í áður en Valdimir kom í heiminn var heimsmeistaramótið í dansi. Þá var hún komin rúmlega þrjá mánuði á leið.

Nokkrar myndir af Hönnu Rún, Nikita og Vladimir. Myndir: Úr einkasafni.

„Þá töluðu allir um að það var svo gaman að horfa á okkur því við vorum svo afslöppuð,“ segir Hanna Rún. „Það vissi þetta náttúrulega enginn – við vildum ekki segja neinum frá þessu fyrr en eftir mótið. Við vorum búin að ákveða að gera okkur engar væntingar. Fyrstu þrír mánuðir hjá mér voru hrikalegir, mér var svo flökurt. Þetta var rosalega erfið keppni en að sama skapi mjög skemmtileg því við vorum þrjú í liði,“ bætir hún við. Svo fór að Hanna Rún og Nikita náðu bestum árangri Íslendinga á heimsmeistaramóti á þessum tíma og sínum besta árangri sem danspar.

„Ég fann samt þegar ég var að dansa að Nikita var að passa mjög mikið að enginn snerti mig,“ segir hún og hlær. Dansinn sjálfur var leikur einn fyrir þennan þaulvana dansara, enda vön að æfa fyrir meðgönguna. „Ég var búin að ráðfæra mig við ljósmóðirina og hún sagði: Þú gerir bara það sem þú vilt. Þú dansar bara þangað til þú ferð upp á deild.“

„Ertu viss um að það sé bara eitt barn þarna inni?“

Hanna Rún þurfti að taka sér pásu frá dansinum þegar að tveir mánuðir voru í settan dag.

„Þá var búið að segja mér að taka því rólega því ég var komin með grindargliðnun og svaf sitjandi síðustu tvo mánuðina. Ég fékk ekki mikla hvíld. Annars var ég bara að dansa,“ segir hún og bætir við að hún hafi aðeins þurft að breyta um líkamsstöðu til að halda jafnvægi og svo hafi kúlan auðvitað þurft að fá sitt pláss þegar leið á meðgönguna.

„Ég náttúrulega fékk svo rosalega kúlu. Það spurðu mig allir: Ertu viss um að það sé bara eitt barn þarna inni?“ segir hún og hlær.

Hanna Rún var mætt upp á fæðingardeild þann 12. júní, á afmælisdegi Nikita, komin með sex í útvíkkun. Vladimir kom hins vegar ekki í heiminn fyrr en daginn eftir, þann 13. júní.

„Hann var fastur í höfuðstöðu þannig að þetta tók langan tíma. Hann var ekkert að drífa sig,“ segir Hanna Rún. Hún segir vissulega að fæðingin hafi tekið á, en sér alveg fyrir sér að gera þetta aftur.

„Á meðan þetta er þá heldur maður að maður sé að deyja. En svo myndi maður gera þetta aftur og aftur,“ segir hún. „Okkur langar að eiganst annað barn. Við myndum alveg vilja að Vladimir myndi eignast systkini. Það er alveg á planinu.“

Hægt er að fylgja Hönnu Rún á Instagram með því að smella hér.

Horfa má á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar