fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Enn eitt hneykslið í Eurovision – Nú beinast spjótin að Rússum – Mistökin gætu hafa gjörbreytt úrslitunum

Fókus
Miðvikudaginn 29. maí 2019 09:00

Drama í Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grein eftir grein hefur verið skrifuð um mistök í stigagjöf í Eurovision-keppninni, bæði frá dómnefnd og almenningi, síðan að keppnin var haldin um miðjan maí. DV hefur sagt frá klúðrinu með stig hvít-rússnesku dómnefndarinnar, símakosningarhneykslið í Ítalíu sem og mistök dómnefndarmeðlima í Svíþjóð og Tékklandi.

Nú berast þær fregnir frá Eurovision-síðunni Wiwibloggs að stór mistök hafi einnig átt sér stað meðal meðlima rússnesku dómnefndarinnar. Blaðamaður Wiwibloggs er búinn að bera saman hvernig rússneska dómnefndin kaus í seinni undankeppninni og á úrslitakvöldinu og virðist vera að stór mistök hafi verið gerð í kosningu í seinni undankeppninni.

Eins og blaðamaður sýnir fram á er mikið misræmi á milli stiga dómnefndarmeðlims C, Igor Gulyaev, þessi tvö kvöld. Á seinni undankeppninni setti Igor Aserbaídjan í síðasta sæti og Danmörku í fyrsta sæti. Skar Igor sig úr í þessari stigagjöf þar sem restin af rússnesku dómnefndinni gaf Aserbaídjan talsvert fleiri stig en Danmörku talsvert færri stig.

Ef rýnt er í stigagjöf dómnefndar á úrslitakvöldi Eurovision má hins vegar sjá að Igor setti Aserbaídjan í fyrsta sæti og Danmörku í síðasta sæti, algjör viðsnúningur frá seinni undankeppninni. Blaðamaður Wiwibloggs segir því óhætt að fullyrða að Igor hafi ruglað stigunum sínum á seinni undankeppninni, líkt og gerðist í sænsku og tékknesku dómnefndinni, og ætlað að setja Aserbaídjan í fyrsta sæti en Danmörku í það síðasta.

Það hefði haft mikil áhrif á úrslit seinni undankeppninnar þar sem aðeins eitt stig skildi að flytjandann í tíunda sæti sem komst inn í úrslitakeppnina og flytjandann í ellefta sæti, sem þurfti að fara heim með skottið á milli lappanna. Tíunda landið inn í úrslit á seinni undankeppnina var Danmörk en það ellefta var Litháen.

Ef rétt reynist að um mistök hjá fyrrnefndum Igor hafi verið að ræða þá hefði danska söngkonan Leonora ekki fengið neitt stig frá rússnesku dómnefndinni í seinni undankeppninni í staðinn fyrir þau þrjú sem hún fékk. Ef tölur úr ítölsku símakosningunni eru vitlausar, eins og verið er að sannreyna hjá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, hefði litháenska framlagið átt að fá eitt stig úr símakosningunni, en ekki núll. Ef öll þessi mistök verða staðfest þýðir það að Litháen átti að fá síðasta sætið í úrslit úr seinni undankeppninni – ekki Danmörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina