fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Bónorðið kom Hönnu Rún í opna skjöldu – Giftist átrúnaðargoðinu sínu: „Ótrúlegt hvernig lífið er“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 28. maí 2019 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn farsælasti dansari Íslandssögunnar, Hanna Rún Bazev Óladóttir, er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar, Föstudagsþáttarins Fókus. Í þættinum fer Hanna Rún yfir ferilinn, sem og lífið með eiginmanni sínum til tæpra fimm ára, Nikita Bazev.

Sjá einnig: Hanna Rún um lygasögurnar og baktalið: „Ég skildi bara ekkert hvað ég hafði gert rangt“.

Nikita er líka mjög farsæll dansari og kynntust þau Hanna Rún í sportinu.

Hanna Rún og Nikita.

„Við vorum keppinautar hér áður fyrr. Það eru til vídjó af okkur þar sem við erum að keppa á móti hvort öðru og varla vitum af hvort öðru en svo erum við gift og eigum barn í dag. En ég náttúrulega vissi hver hann var. Hann var svolítið ædol því hann er náttúrulega einn af bestu dönsurum í heimi og stórt nafn,“ segir Hanna Rún. „Það var þannig að þegar ég og fyrrverandi dansarinn minn hættum að dansa saman þá kom pabbi til mín og sagði að ég mætti ekki hætta og þyrfti að finna mér annan dansherra strax. Ég ætlaði að taka mér smá tíma í það af því að ég vissi að það var enginn herra á Íslandi sem ég gat dansað við og ég vissi að ég yrði að fara út,“ segir Hanna Rún. Þá spurði faðir hennar hana að örlagaríkri spurningu.

„Ef þú fengir að velja þér einn herra, draumaherra, til að dansa við, hver væri það?“ segir Hanna Rún þegar hún rifjar upp spurninguna sem átti eftir að breyta lífinu til frambúðar. „Ég sagði: Nikita Bazev. Hann sagði: „Sendu honum“. „Pabbi, gleymdu því. Ég er ekki að fara að senda Nikita Bazev og biðja hann um að dansa við mig,“ sagði ég. Ég vissi það að ég var ekki að fara að vinna þessar samræður. Ég vissi allan tímann að ég var að fara að senda honum email, sem ég gerði.“

„Mér fannst hann alltaf sætur“

Hanna Rún segist hafa titrað þegar hún hamraði á lyklaborðið og sendi Nikita tölvupóst, en hann var fljótur til svars og til í að prófa að dansa við hana. Hann bjó á Ítalíu á þessum tíma og kom til landsins tæpum mánuði eftir að Hanna Rún sendi póstinn. Prufan gekk vel og tíu dögum seinna kepptu Hanna Rún og Nikita á Íslandsmeistaramóti í dansi og fóru með sigur af hólmi. Í kjölfarið ákvað Nikita að fljúga heim til Ítalíu, pakka niður í tösku og flytja til Íslands. Eftir flutningana gerðust hlutirnir hratt í einkalífinu.

„Þegar við sóttum hann fyrst á flugvöllinn hugsaði ég: Hann er nú sætur. Mér fannst hann alltaf sætur,“ segir Hanna Rún. „Síðan fór hann að færa mér morgunmat í rúmið, ristað brauð sem fór úr því að vera ferkantað yfir í að vera hjartalaga. Svo urðum við fljótt par. Ég vildi ekkert vera að leyna því. Við opinberuðum það mjög fljótlega. Hann flutti til Íslands í janúar og við opinberuðum það í febrúar.“

Aðspurð hvernig sagan hans Nikita sé af þeirra fyrstu kynnum má lesa það úr orðum Hönnu Rúnar að hann hafi fallið fyrir henni nánast við fyrstu sýn.

„Hann sagði nú bara þegar hann kom að hann væri búinn að bíða eftir því að ég sendi honum og biðja hann um að dansa við sig. Hann er búinn að segja mömmu og pabba að um leið og ég sótti hann á flugvöllinn hafi hann verið búinn að ákveða að þessari stelpu ætlaði hann að giftast. Svo bara giftum við okkur og eignuðumst barn. Ótrúlegt hvernig lífið er,“ segir Hanna Rún.

Hanna Rún er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókus. Mynd: DV/Hanna

Bónorð við Gullfoss

Hanna Rún og Nikita voru búin að vera saman í rúmlega ár þegar að Nikita fór á skeljarnar við Gullfoss. Bónorðið kom Hönnu Rún í opna skjöldu.

„Ég var þarna að taka mynd og það er sól og ég horfi á símann og smelli mynd og sé að hann er á hnjánum. Þannig að ég á mynd af honum með öskjuna,“ segir Hanna Rún og brosir. Á þessum tímapunkti var hún orðin ólétt af þeirra fyrsta barni og náðu hormónarnir tökum á henni með tilheyrandi gráti.

„Auðvitað sagði ég já.“

Stundin þegar að Hanna Rún áttaði sig á því að Nikita væri kominn á skeljarnar.

Gömul kona kom til hennar í draumi

Sonur þeirra Nikita og Hönnu Rúnar, Vladimir Óli, fæddist þann 13. júní árið 2014 og 26. júlí sama ár ákváðu turtildúfurnar að ganga í það heilaga.

„Við giftum okkur og skírðum á sama tíma,“ segir Hanna Rún, en brúðkaupið var ákveðið með aðeins viku fyrirvara. „Þetta var rosa gaman. Mér finnst svona gaman – það það sé ekki alltof langur tími til að undirbúa allt. Þetta heppnaðist þvílíkt vel og dagurinn var frábær.“

Hanna Rún ásamt syni sínum, Vladimir.

Varðandi meðgönguna er einnig skemmtileg saga á bak við hana. Nikita spurði Hönnu Rún upp úr þurru einn daginn hvort hún vildi eignast barn, þar sem hann vildi ekki vera hættur í dansi og farinn að eldast þegar hann yrði loks faðir. Hanna Rún var sama sinnis.

„Við sögðum bara: það má bara gerast þegar það gerist. Þegar við erum að tala um þetta er ég nýorðin ólétt, bara komin nokkrar vikur og ég vissi það ekki. Við vorum einmitt í keppnisferð að keppa á heimsbikarmóti í Austurríki. Við fórum tveimur vikum seinna á International. Þá dreymir mig á leiðinni heim í flugvélinni að það kemur gömul kona og segir við mig: Þið voruð ekki tvö á gólfinu heldur voru þið þrjú. Ég segi við Nikita um morguninn: Ég held að ég sé ólétt. Þannig að við brunuðum heim og keyptum óléttupróf og það var jákvætt.“

Hægt er að fylgja Hönnu Rún á Instagram með því að smella hér.

Horfa má á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið