Rosalegir hlutir gerðust í hæfileikaþættinum Britain’s Got Talent í gærkvöldi, en atriði frá hópnum sem kallar sig The Haunting hristi svo sannarlega upp í áhorfendum og dómurum í undanúrslitum þáttarins.
Það var dómarinn Amanda Holden sem þurfti að taka þátt í atriðinu, sem var vægast sagt hrollvekjandi og án þess að segja of mikið var Amanda skelfingu lostin þegar að atriðinu lauk.
Amanda meira að segja blótaði í sjónvarpinu, sem hún baðst síðan afsökunar á. Bar hún fyrir sig að hún hafi verið í mikilli geðshræringu eftir atriðið, sem má horfa á hér fyrir neðan: