Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi, skrifar pistla á vefsíðu sinni raggaeiriks.com.
„Ég beið spennt eftir nýju Netlix-myndinni um eitt af mínum uppáhaldsógeðum, sjálfan Ted Bundy. Eins og flestir varð ég fyrir miklum vonbrigðum, fannst myndin grunn og frekar glötuð, þó að Zach Ephron væri æði í aðalhlutverkinu. Að undanförnu hef ég glaðst mikið yfir nokkrum seríum, til dæmis Dead to me, Afterlife, Quicksand og Bonus Family.
Ég get líka mælt með grínseríunum I Think You Should Leave og Lunatics, já, og ég ætla rétt að vona að allir með áhuga á glamúr og drama séu að fylgjast með Ru Paul’s Drag Race, og Untucked þar sem við fáum að skyggnast baksviðs og taka þátt í epísku drama hjá dragdrottningunum. Fyrir utan þetta drekk ég í mig flest sem ég finn á YouTube um raðmorðingja, sértrúarsöfnuði og ýmislegt annað skrýtið.“