fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Skandall skekur Eurovision-heiminn – Alvarleg mistök dómnefndar gætu dregið dilk á eftir sér

Fókus
Fimmtudaginn 23. maí 2019 08:30

Duncan Laurence, sigurvegari Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem farið yfir þau mistök sem urðu við útreikninga á atkvæðum frá dómnefnd Hvíta-Rússlands í Eurovision. Dómnefndinni var vikið úr keppni fyrir úrslitakvöldið þar sem meðlimir hennar opinberuðu stigagjöf sína eftir fyrra undanúrslitakvöldið, í óþökk skipuleggjenda Eurovision.

Stig hvít-rússnesku dómnefndarinnar voru því ekki tekin gild á úrslitakvöldinu heldur voru stig þeirra reiknuð út frá öðrum löndum sem hafa kosið svipað og Hvíta-Rússland í gegnum tíðina. Það var Eurovision-aðdáandi sem vakti fyrst athygli á málinu á Twitter, en nú hefur Samband evrópskra sjónvarpsstöðva leiðrétt stigagjöfina.

Hatari tapar tveimur stigum

Það hefur ýmislegt breyst eftir leiðréttinguna þó Hollendingurinn Duncan Laurence haldi enn toppsætinu. Svíþjóð og Noregur skipta til dæmis um sæti og lendir John Lundvik í fimmta sæti, ekki sjötta. Norður-Makedónía bætir sig og fer upp í 7. sæti og Aserbaídjan tekur þeirra sæti, númer 8. Leiðréttingin hefur lítil sem engin áhrif á Ísland þar sem Hatarar halda sínu tíunda sætin, þó þeir tapi tveimur stigum.

Átti Pólland að komast áfram?

Þetta er þó ekki eina dómnefndarhneykslið sem Samband evrópskra sjónvarpsstöva ætti að skoða. Oiko Times fjallar til að mynda um klúður sænska dómarans Linu Hedlund sem ruglaðist í ríminu fyrir seinni undankeppnina og sneri stigagjöfinni á hvolf. Þar með gaf hún uppáhaldslaginu sínu eitt stig en flest stig fóru til lagsins sem var síðast á hennar lista. Hins vegar er búið að segja frá því að þessi mistök Linu hafi ekki haft áhrif á framgang mála í seinni undankeppninni.

Það sama var uppi á teningnum fyrir fyrri undankeppnina í Tékklandi þar sem formaður tékknesku dómnefndarinnar, Jitka Zelenková, sneri einnig stigagjöfinni á hvolf. Því er nú haldið fram að ef atkvæði Jitku hefðu verið rétt útreiknuð hefði Pólland komist áfram í úrslit en ekki Hvíta-Rússland. Aðeins tvö stig aðskildu Pólland og Hvíta-Rússland eftir fyrra undanúrslitakvöldið.

Það er því ljóst að öll þessi mál gætu dregið dilk á eftir sér ef Samband evrópskra sjónvarpsstöðva rannsakar þau betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“