Söngvarinn Eiríkur Hafdal gaf í dag út nýtt lag, Lýsir mér leið.
Lagið er erlent eftir Tyler Brown Williams, en Thelma Hafþórsdóttir Byrd semur íslenskan texta.
Eiríkur syngur, Davíð Sigurgeirsson spilar á gítar og bassa, Eyþór Úlfar á gítar, Maggi Magg á trommur og Tómas Jónsson á píanó. Maggi Magg sá um upptökustjórn og útsetningu og Eyþór Úlfar um söngupptökur og mix.
Myndbandið við lagið er tekið upp af Eiríki og Arnari Frey Wade Tómassyni, leikarar eru Tryggvi Rafnsson og Lilja Katrín.