Ingvar E. Sigurðsson var í dag valinn bestu leikarinn á Critics’ Week-hátíðinni, sem er hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Þetta kemur fram á visir.is. Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Hlynur Pálmason. Myndin var heimsfrumsýnd á hátíðinni.
Ingvar leikur lögregluþjón í myndinni, sem missir eiginkonu sína af slysförum. Hann fær því leyfi frá störfum og í leyfinu einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og barnabarn. Tökur á myndinni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Oddskarði.