Í Eurovision er gefið stig á tvo máta. Hver Evrópuþjóð gefur stig frá dómnefnd og svo úr símakosningu almennings.
Mikill munur var á stigagjöf dómnefnda og almennings, til að mynda fékk Noregur 47 stig frá dómnefndum en 291 stig úr símakosningu. Ísland fékk 48 stig frá dómnefndum en 186 úr símakosningu. Norður-Makedónía fékk 237 stig frá dómnefndum en 58 stig úr símakosningu. Það er því ljóst að mikill munur var oft á tíðum á mati dómnefndar og almennings.
Fókus ákvað að skoða hvernig úrslit Eurovision hefðu verið ef það væru engar dómnefndir. Ísland hefði verið í 6. sæti en ekki 10. sæti og Holland hefði ekki borið sigur úr býtum, heldur Noregur. Sjáið listann hér að neðan.