Gísli Marteinn Baldursson, sem kynnir Eurovision-keppnina fyrir Íslendinga í kvöld, mismælti sig á ógleymanlegan hátt rétt í þessu þegar hann kynnti inn framlag Norður-Kóreu þegar hann ætlaði að sjálfsögðu að kynna inn framlag Norður-Makedóníu, enda fyrrnefnda landið ekki með í Eurovision.
Gísli baðst svo afsökunar á þessum mismælum, en tístverjar voru hæstánægðir með þennan óvænta brandara eins og sjá má hér fyrir neðan:
„Nú er það Norður-Kórea“ .. Besta komment Gísla M hingað til.#12stig
— Stefanía Óskars. (@OskarsStefania) May 18, 2019
Áfram Norður-Kórea! #12stig
— Pálína (@Plna19) May 18, 2019
@gislimarteinn Kim Jong Un mættur bara í júróvísjón #12stig ???
— Runólfur Þór (@runnithor) May 18, 2019
Kim il Gísli Marteinn! #12stig
— Halldór Björnsson (@halbjo) May 18, 2019
Hahaha óvænti brandari kvöldsins #12stig #norðurkórea
— Brynja Garðarsdóttir (@Brynjan) May 18, 2019
Norður Kórea næst, peeps Svo segir @gislimarteinn allaveganna og ekki lýgur hann #12Stig #Eurovison pic.twitter.com/bgHjGZNbYm
— Jón Gunnar Benjamíns (@JonGunnarBen) May 18, 2019
Gísli Marteinn ætlaði að segja Norður-Makedónía en sagði Norður-Kórea ????????? #12stig
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) May 18, 2019
Hvernig er lagið frá Norður Kóreu. Lol @gislimarteinn #12Stig
— thora gunnarsdottir (@skautastelpa2) May 18, 2019
„Mismæli“ imitt #12stig
— Steinunn Vigdís (@Silladis) May 18, 2019
Skv fréttum frá Norður Kóreu þá voru þeir rétt í þessu að vinna eurovision #12stig
— Davíð Örn Ólafsson (@DavidOlafsson) May 18, 2019