Nú er aðeins klukkutími þar til úrslit Eurovision hefjast og ríkir mikil spenna meðal landsmanna. BDSM-tæki, -tól og -fatnaður er nánast uppseldur á landinu og flestir hafa tröllatrú á því að framlag Íslands, Hatrið mun sigra, eigi raunverulegan möguleika á að fara með sigur af hólmi í þessum stærsta sjónvarpsþætti heims.
Eins og staðan er núna er Hollendingnum Duncan Laurence enn spáð sigri, hin ástralska Kate Miller-Heidke er í öðru sæti og Svisslendingurinn Luca vermir þriðja sætið, ef marka má veðbankaspár.
Það er hins vegar ljóst að allt getur gerst þegar að beina útsendingin hefst klukkan 19 á RÚV og á YouTube-síðu Eurovision-keppninnar og margir flytjendur sem gætu stolið sigrinum, til dæmis John Lundvik frá Svíþjóð, Sergey Lazarev frá Rússland, okkar eigin Hatarar og Ítalinn Mahmood.
1. Malta – Michela með lagið Chameleon
2. Albanía – Jonida Maliqi með lagið Ktheju tokës
3. Tékkland – Lake Malawi með lagið Friend of a Friend
4. Þýskaland – S!sters með lagið Sister
5. Rússland – Sergey Lazarev með lagið Scream
6. Danmörk – Leonora með lagið Love Is Forever
7. San Marínó – Serhat með lagið Say Na Na Na
8. Norður-Makedónía – Tamara Todevska með lagið Proud
9. Svíþjóð – John Lundvik með lagið Too Late For Love
10. Slóvenía – Zala Kralj og Gašper Šantl með lagið Sebi
11. Kýpur – Tamta með lagið Replay
12. Holland – Duncan Laurence með lagið Arcade
13. Grikkland – Katerine Duska með lagið Better Love
14. Ísrael – Kobi Marimi með lagið Home
15. Noregur – KEiiNO með lagið Spirit In The Sky
16. Bretland – Michael Rice með lagið Bigger Than Us
17. Ísland – Hatari með lagið Hatrið mun sigra
18. Eistland – Victor Crone með lagið Storm
19. Hvíta-Rússland – ZENA með lagið Like It
20. Aserbaídjan – Chingiz með lagið Truth
21. Frakkland – Bilal Hassani með lagið Roi
22. Ítalía – Mahmood með lagið Soldi
23. Serbía – Nevena Božović með lagið Kruna
24. Sviss – Luca Hänni með lagið She Got Me
25. Ástralía – Kate Miller-Heidke með lagið Zero Gravity
26. Spánn – Miki með lagið La Venda