Samkvæmt veðbönkum er Hatari, framlag Íslands í Eurovision. sjötta líklegasta landið til að hreppa sigurhnossið í kvöld. Líkurnar á sigri eru meiri núna í morgun en þær voru í gærkvöld þegar Hatari var í áttunda sæti yfir líklegustu sigurvegarana. Ekki er hægt að útiloka það að Hatari skríði enn lengra upp töfluna hjá veðbönkum, enda þó nokkur tími til stefnu.
Framlag Hollands þykir líklegast til sigurs en samkvæmt veðbönkum eru 47% líkur á sigri Hollendinga í kvöld þegar síðan eurovisionworld.com er skoðuð, en hún tekur spá helstu veðbankanna saman.
Ekki eru þó allir sammála um það hver sigri keppnina en eins og DV greindi frá í gær þá spáir Google Hatara öðru sæti og framlagi Frakklands því fyrsta.