Hljómsveitin Hatari með lagið Hatrið mun sigra stígur á svið á úrslitakvöldinu í Eurovision í Tel Aviv á laugardagskvöldið. Nú er búið að raða öllum lögum upp fyrir kvöldið og ljóst að Hatarar verða sautjándu í röðinni af 26 löndum.
Strax eftir fyrri undankeppnina á þriðjudag kom í ljós að Hatari myndi keppa í seinni helmingnum á úrslitakvöldinu.
Þessi tíðindi þýða að samsæriskenning FÁSES-liðanna Laufeyjar Helgu Guðmundsdóttur og Ísaks Pálmasonar um að Hatari myndi loka úrslitakvöldinu rætist ekki. Það er hins vegar í höndum hins eiturhressa Miki frá Spáni að loka því með laginu La Venda.
1. Malta
2. Albanía
3. Tékkland
4. Þýskaland
5. Rússland
6. Danmörk
7. San Marínó
8. Norður-Makedónía
9. Svíþjóð
10. Slóvenía
11. Kýpur
12. Holland
13. Grikkland
14. Ísrael
15. Noregur
16. Bretland
17. ÍSLAND
18. Eistland
19. Hvíta-Rússland
20. Aserbaídsjan
21. Frakkland
22. Ítalía
23. Serbía
24. Sviss
25. Ástralía
26. Spánn