fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fókus

Gísli Marteinn skýtur ógnarfast í beinni útsendingu: „Blakkát Gunnars Braga entist lengur en þetta“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2019 19:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn Baldursson kynnir Eurovision að venju, en nú fer seinni undanriðillinn fram í Tel Aviv. Áður en söngkonan Anna Odobescu frá Moldóvu steig á svið til að syngja ballöðuna Stay, sem fjallar um heimilisofbeldi, hlóð Gísli í ansi beittan brandara.

Hin moldóvíska Anna mætti nefnilega í brúðarkjól á sviðið, en þegar að Gísli lét áhorfendur heima í stofu vita af því sagði hann:

„Virðist hafa vera mjög stutt hjónaband. Blakkát Gunnars Braga entist lengur en þetta.”

Er þetta bein vísan í þau orð sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður, lét falla eftir ölstundina á Klausturbar. Sagðist hann hafa verið í blakkáti og ekki munað neitt eftir því sem fram fór það örlagaríka kvöld.

„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá þeim tíma þegar ég kem inn á barinn og þar til einum og hálfum sólarhring síðar,“ sagði Gunnar Bragi í viðtali á Hringbraut í janúar. „Ég ekki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar. Ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blakkát,“ algjört minnisleysi.“

Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð tístara við þessum brandara Gísla:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“