Seinni undanriðill Eurovision fer fram í kvöld í Tel Aviv. Hægt er að horfa á keppnina á YouTube með því að smella hér, en Samband evrópskra sjónvarpsstöðva er búið að loka fyrir streymi og því getur DV ekki streymt beint frá keppninni eins og miðillinn gerði á þriðjudagskvöld. Eftir keppnina í kvöld kemur í ljós hvaða lög keppa við Hatara í úrslitum næsta laugardagskvöld og fljótlega í kjölfarið verður tilkynnt í hvaða röð flytjendur stíga á svið í úrslitunum.
Alls keppa átján lönd í kvöld og tíu þeirra komast áfram, en hér fyrir neðan eru löndin sem keppa í kvöld, í þeirri röð sem þau birtast á sviðinu:
Íbúar allra átján landanna mega kjósa í símakosningu auk Þýskalands, Bretlands og Ítalíu. Dómnefndir landanna gáfu sín stig í gærkvöldi eftir dómararennsli en þau atkvæði gilda 50% á móti atkvæðum úr símakosningu. Þau tíu lönd sem fá flest stig komast áfram í úrslit næsta laugardagskvöld.
DV fylgist með keppninni og umræðu á samfélagsmiðlum á meðan á henni stendur, en þeir sem vilja viðra skoðanir sínar er bent á að nota kassamerkin #12stig, #DareToDream og #Eurovision. Vakin er athygli á því að streymið sem DV notar frá Eurovision er ekki hægt að spila í Kanada, Bólivíu, Kosta Ríka, Dóminíkanska lýðveldinu, Ekvador, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Nicaragua, Panama, Paragvæ, Úrúgvæ og Venesúela vegna höfundarétts.