fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Hvít-Rússar opinbera stig dómnefndar í óþökk skipuleggjenda Eurovision – Drógu Ísland niður

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2019 16:00

Zena frá Hvíta-Rússlandi komst áfram í gærkvöldi. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómnefndin frá Hvíta-Rússland hefur opinberað hvaða lönd hún gaf stig í fyrri undanriðli Eurovision í samtali við miðilinn Tut. Reglur gilda um það að stigagjöf úr undanriðlunum er ekki gefin upp fyrr en eftir úrslitakvöldið næstkomandi laugardag. Er það gert svo niðurstaðan geti ekki haft áhrif á kosningu á úrslitakvöldinu. Sagt er frá málinu á vef Eurovoix.

Í frétt Tut kemur fram að meðlimir hvít-rússnesku dómnefndarinnar hafa verið sammála um þau þrjú lönd sem hlutu flest stig, en út frá því hvernig hver dómnefndarmeðlimur kaus má áætla að Tékkland, Eistland og Georgía hafi verið þessi þrjú lönd.

Ennfremur opinberar hver dómnefndarmeðlimur fyrir sig hvaða lönd voru í uppáhaldi.

Angelina Mikulskaya segir að hún hafi dregið Hatara frá Íslandi niður í sinni atkvæðagreiðslu en gefið Ástralíu flest stig.

Valeri Prigun setti Eistland, Tékkland og Georgíu í efstu sætin.

Olga Ryzhikova setti Eistland, Georgíu, Ástralíu og Tékkland í efstu sætin.

Artyom Mikhalenko opinberaði ekki hvað var í uppáhaldi en varh rifinn af Georgíu og San Marínó.

Anastasia Tikhanovich gaf Georgíu, Tékklandi, Slóveníu, Eistlandi, Grikklandi og Ástralíu flest stig.

Óvíst er hvort Samband evrópskra sjónvarpsstöðva mun beita refsiaðgerðum vegna þessarar opinberunar hvít-rússnesku dómnefndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“