fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Foreldrar Hataradrengja rifja upp æsku Eurovision-stjarnanna: „Leiðinleg börn voru alltaf látin leika við Matthías til að róa þau“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2019 18:30

Fallegt myndband um æsku Hataranna. Samsett mynd: Úr safni / Skjáskot af YouTube-síðu Iceland Music News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Klemens hefur alltaf verið mjög orkumikill, mjög fjörugur en átt mjög gott með að einbeita sér á sama tíma. Söngur og dans hefur verið hans dálæti síðan við munum eftir honum,“ segir Rán, móðir Klemensar Hannigan, annars söngvara Hatara, í myndbandi sem fjölmiðillinn Iceland Music News hefur sett saman, en miðillinn hefur fylgt hljómsveitinni Hatara í Eurovision-ævintýrinu í Tel Aviv.

Í myndbandinu er rætt við foreldra Klemensar auk foreldra hins söngvara Hatara, Matthíasar Tryggva Haraldssonar, og systur Matthías, en Klemens og Matthías eru frændur.

Matthías er spekingur með heilunarmátt

„Matthías er spekingur. Hann sagði ekki endilega mikið en oft datt upp úr honum eitthvað sem hljómaði eins og einhver myndi segja sem væri miklu eldri en hann. Hann fór oft á dýptina en hann var líka mjög fylginn sér,“ segir Ágústa, stjúpmóðir Matthíasar.

„Hann hefur heilunarmátt. Hann uppgötvaðist á leikskóla. Hann hefur heilunarmátt. Leiðinleg börn voru alltaf látin leika við Matthías til að róa þau, hafa þau góð. Ekki leiðinleg, erfið,“ segir Haraldur, faðir hans.

Jórunn, systir Matthías, segist ekki líta á bróður sinn sem stjörnu heldur bara bróður sinn.

„Hann er bara mjög skemmtilegur og góður bróðir og ég hef lært mjög mikið af honum. Matti hefur alltaf verið Matti fyrir mér. Hann er bara bróðir minn og ekki beint eitthvað rosa seleb.“

Matthías og Klemens ná vel saman.

Ólíkir en nánir

Það skín í gegn að ættingjar Hataradrengja eru afar stoltir af sínum mönnum, enda ekki skrýtið þar sem þeir eru komnir alla leið í úrslit í Eurovision. Haraldur, faðir Matthías, segir Matthías alltaf hafa verið sérsakan dreng.

„Í alvöru talað þá hefur þessi hugsjónamennska fylgt honum ansi lengur. Hann hefur áhrif á mann. Maður áttar sig á því að hann er sérstakur drengur.“

Rán, móðir Klemensar, segir þá frændur, Matthías og Klemens, hafa verið mjög nána alla tíð.

„Það hefur alltaf verið mjög sterkt samband á milli þeirra. Rosalega ólíkir alveg frá byrjun. Matthías var mjög stór og þungur og Klemens mjög léttur og lítill, upp um allan veggi. Við fórum með hann þrettán sinnum upp á slysavarðsstofu því hann var alltaf að detta í svona ævintýramennsku. En þeir hafa alltaf náð mjög sérstöku sambandi og alltaf verið í ævintýrum,“ segir hún og má segja að hún hafi séð fyrir að þeir frændurnir myndu ná langt saman. „Ég sá alltaf fyrir mér að ef þetta héldi áfram að þeir myndu gera skemmtilega hluti saman því þeir bæta hvorn annan upp.“

Horfa má á myndbandið í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna