Beinskeytti írski sjónvarpsmaðurinn Graham Norton kynnir Eurovision-keppnina í Bretlandi, líkt og hann hefur gert síðan árið 2008 þegar hann tók við kynnahlutverkinu úr höndum Terry Wogan.
Í hnyttnu myndbandi frá BBC fer Graham yfir nokkur lög í Eurovision af sinni einskæru snilld.
Þegar að röðin kemur að Hatara hefur hann þetta að segja um framlag Íslands, Hatrið mun sigra.
„Ef þér líkar þessi háværa tónlist þá munt þú kjósa þetta. Íslendingar hljóta að vera ánægðir að þetta fólk verður ekki á landinu í nokkrar vikur á meðan það er í Tel Aviv. Dásamlegt frí fyrir nágranna þeirra,“ segir Graham.
Myndbandið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: