fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Einar er ekki fyrsta gimpið sem tekur þátt í Eurovision – Sjáið myndbandið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2019 09:00

Einar er ekki eins mikill brautryðjandi og við héldum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Stefánsson, trommugimpið í Hatara, hefur vakið mikla athygli í Eurovision, sérstaklega fyrir þær sakir að hann er ávallt með leðurgaddagrímu og segir ekki orð. Einar er hins vegar ekki fyrsta gimpið sem stígur á Eurovision-sviðið, eitthvað sem hefur lítið verið rætt um.

Slóvenska söngkonan Rebeka Dremelj var nefnilega með gimp á sviðinu þegar hún flutti lagið Vrag naj vzame í Eurovision-keppninni í Belgrad í Serbíu árið 2008 fyrir hönd Slóveníu. Rebeka var meira að segja með tvö leðurklædd gimp með grímur á sviðinu, sem hún að lokum teymdi um í bandi. Fatnaður Rebeku var algjör andstæða við BDSM-fílínginn í gimpunum og minnti hún helst á Skellibjöllu úr Pétri Pan.

Lagið Vrag naj vzame, sem í beinni þýðingu er Til fjandans með það, var og er ágætlega vinsælt meðal aðdáenda Eurovision, en náði þó ekki upp úr undanriðlinum. Rebeka var þó ekki fjarri því þar sem hún var í ellefta sæti í sínum undanriðli af nítján löndum.

Hér fyrir neðan má sjá atriðið með fyrirrennurum Einars trommugimpis:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom