Hataraliðar tróðu upp í norræna partíinu í gærkvöldi en í teitinu voru flytjendur Norðurlandanna í keppninni saman komnir ásamt keppendum Eistlands.
Listamennirnir í Hatara ákváðu að skipta aðeins um gír fyrir teitið og mættu í eitís klæðnaði frá toppi til táar – ekki leðri og latexi eins og þeir eru þekktir fyrir.
Eins sjá má í meðfylgjandi myndbandi gerðu Hataraliðar allt vitlaust í teitinu og átti Klemens sviðið með mjaðmahnykkjum sínum.