fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Eurovision-heimurinn er lítill – Selma hitti konuna sem stal sigrinum af henni í Tel Aviv

Fókus
Sunnudaginn 12. maí 2019 09:09

Selma og Charlotte.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska Eurovision-stjarnan Charlotte Perrelli tróð upp í norræna teitinu í tengslum við Eurovision í Tel Aviv í gærkvöldi.

Charlotte flutti lagið Take Me to Your Heaven við mikinn fögnuð viðstaddra, en það lag þekkjum við Íslendingar vel – allavega þeir sem voru komnir á legg undir loks aldamótanna síðustu.

https://www.youtube.com/watch?v=xhdnwVjdWCU

Charlotte er manneskjan sem sigraði í Eurovision árið 1999, í harðri baráttu við Selmu Björnsdóttur, sem lenti í öðru sæti með All Out of Luck. Muna margir eftir magnþrungnu spennunni þegar að stigagjöfin fór fram þetta árið, en lengi vel var Selma í fyrsta sæti og virtist það ætla að gerast að Íslandi myndi vinna Eurovision-keppnina í fyrsta sinn.

Keppnin 1999 var einmitt haldin í Ísrael, en í gær voru þær Selma og Charlotte sameinaðar á ný, því Selma var í áhorfendasalnum í norræna partíinu. Lítill heimur. Selma er í Tel Aviv til að skemmta á Euro Club, opinberum skemmtistað Eurovision-keppninnar ásamt Friðriki Ómari og Heru Björk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ekki gerst í heil 18 ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna