fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Kristín stýrir Píeta – „Félagsleg einangrun er æxli sem þarf að taka burt“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 11. maí 2019 09:40

Kristín Ólafsdóttir Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Ólafsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Píeta samtakanna um síðustu áramót, en þrátt fyrir nám í viðskiptum og lögfræði hefur hún aldrei unnið við þau störf, heldur frekar kosið að vinna störf sem snúa að hinu mannlega, samskiptum og að sköpun. Hún hefur borið fyrir brjósti hag þeirra sem minna mega sín frá unga aldri og á, að eigin sögn, mjög gott með að vinna með fólki, en er á sama tíma óskipulögð og örlítið flippuð og sennilega ekki allra.

Blaðamaður DV settist í sófann með Kristínu á Baldursgötu 7 og fór yfir feril Garðabæjarpíunnar, sem brennur í dag fyrir að þeir sem sjá ekkert annað en myrkur og vonleysi í lífi sínu, finni aftur ljósið og vonina.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Þörfin fyrir starfsemi Píeta er mikil

Hjá Píeta er boðið upp á gjaldfrjálsa meðferð hjá fagfólki til að vinna á sjálfsvígshugsunum og skaða, og tölurnar sýna að þörfin á aðstoð er mikil. Í apríl árið 2018 voru viðtölin 19 talsins, í apríl í ár eru þau 158. „Það kostar peninga að fara til geðlæknis og sálfræðings, rosalega mikið, sem er kostnaður sem Píeta ber með gleði. Það var eitt af mínum verkefnum að koma tölfræði á hreint og innleiða gagnagrunn. Tölfræðin þarf að vera skýr, því hún er einn grundvöllur þess að fá fjármagn. Þörfin er mikil og núna í mars lentum við í því að hafa hvorki nægan mannafla né viðtalsherbergi til að geta unnið eins og við viljum vinna. Við viljum að fólk komist strax að þegar það hefur samband við okkur. Edda Arndal, forstöðumaður faglega hlutans, og fagfólkið sem vinnur hérna hefur unnið engu að síður unnið kraftaverk.“

Að sögn Kristínar er yfirbyggingin eins lítil og kostur er, húsnæðið er lánað endurgjaldslaust af Alma og húsgögn og aðrir innanstokksmunir, auk vinnu við að koma húsnæðinu í stand, voru gjöf frá fyrirtækjum, verktökum og sjálfboðaliðum. „Starfsfólk vinnur endurgjaldslaust umfram sinn vinnutíma og Ljósberar, sem eru sjálfboðaliðarnir okkar, leggja sitt af mörkum og okkur vantar fleiri góða einstaklinga í þann hóp.“

Öllum gefst kostur á að styrkja Píeta með mánaðarlegu framlagi að eigin vali. „Ég held að fólk geri sér oft ekki grein fyrir hvað það er að hafa góð áhrif með sínu framlagi, 1.000 krónur á mánuði í eitt ár greiða inntökuviðtal hjá sérfræðingi fyrir einstakling sem langar til að deyja. Hversu magnað er það?

Ég held að margir greiði í alls konar félög og hafi ekki hugmynd um í hvað framlag þeirra fer og hvað það skiptir miklu máli. Einnig er fjöldi félagasamtaka eins og Kiwanis, Lions og Oddfellow að gera kraftaverk. Sjálfboðavinna er svo ný af nálinni hér á landi. Árið 1993 þegar ég var að sækja um í skóla á Bretlandi þá var ég alltaf spurð um hvaða sjálfboðastörfum ég hefði sinnt og á námsárunum var ég sjálfboðaliði í dýraathvörfum og fleira,“ segir Kristín. „Árið 2001 þegar ég byrjaði í breska sendiráðinu þá var oft talað um hvað var lítið um sjálfboðaliðastörf hérna, eiginkonur diplómata fundu ekkert að gera og voru því oft mjög einangraðar. Ein leið til að brjóta sig út úr félagslegri einangrun er að gerast sjálfboðaliði og það er hægt hjá okkur og á fleiri stöðum. Félagsleg einangrun er hræðileg, hvernig getur maður tilheyrt. Félagsleg einangrun er æxli sem þarf að taka burt.

Fólk verður að vita að það er alltaf von, það er alltaf hægt að breyta og bæta og það má enginn gleyma því. Svo má ekki gleyma að fólk er misvel búið undir áföll, mitt áfall getur verið lítið í þínum huga en ekki mínum.“

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar hér: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife