fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Kraftaverk í Hlíðunum – Logi og Svanhildur í skýjunum: „Ekki gefast upp!“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 15:00

Gleðifréttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segir frá því á Facebook-síðu sinni að heimilisköttur þeirra Svanhildar Hólm, Litlikisi, sé fundinn. Mál Litlakisa hefur vakið mikla athygli fjölmiðla síðustu vikur, en hann týndist fyrir rúmum mánuði síðan.

„Við fengum ábendingu um kött sem væri í Hliðunum og með fylgdi mynd af ketti sem var mjög líkur okkar manni í Drápuhlíðinni. Svanhildur rauk af stað. Stoppaði á horninu á og kallaði á hann. Hann kom hlaupandi eins og elding!“ skrifar Logi, en þau Svanhildur hafa leitað að kisanum vítt og breitt. Þau leituðu meira að segja utan borgarmarkanna.

„Hann var týndur í 35 daga. Við höfum leitað úti um allt og ég skrapp meira að segja á Selfoss til að leita að ketti sem var líkur honum,“ skrifar Logi, en nú er Litlikisi loksins kominn heim.

„Hann er horaður og soltið óöruggur en greinilega mjög glaður að vera kominn heim.“

Logi og Svanhildur þakka öllum sem hafa hjálpað til við að leita að högnanum.

„Takk þið öll sem hafið verið á vaktinni fyrir okkur. Það hefur verið meiriháttar á finna fyrir þessari hópsál sem kattaeigendur búa yfir. Svanhildur segist elska internetið! Og þið sem enn leitið að ykkar kisum: Ekki gefast upp!“

Við óskum fjölskyldunni innilega til hamingju með endurfundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – Ætlaði ekki að reyna við hann því hann er yngri en lét vaða

Vikan á Instagram – Ætlaði ekki að reyna við hann því hann er yngri en lét vaða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“