fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Einar Bárðar hristir upp í fólki með Eurovision-spá: „Ég verð líklega dæmdur landráðamaður“

Fókus
Föstudaginn 10. maí 2019 11:30

Einar Bárðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannatengillinn og tónlistarmaðurinn Einar Bárðarson birtir Eurovision-spá á Facebook-síðu sinni þar sem hann spáir að Hatari lendi í níunda sæti í keppninni.

„Ég verð líklega dæmdur landráðamaður fyrir vikið en ég spái því að Hatari taki 9. sætið með sér frá Tel Aviv. Höfum það í huga að að væri einn besti árangur okkar í keppninni þessi 30 og eitthvað ár sem við höfum verið með,“ skrifar Einar, en hann þekkir keppnina vel og fór eftirminnilega með Eurovision-hópnum til Kaupmannahafnar árið 2001 með lagið Angel sem hann samdi í félagi við Magnús Þór Sigmundsson.

Einar er sannfærður um að sigurinn fari til nágranna okkar í Svíþjóð.

„Þessi maður John Lundvik er að fara með keppnina enn eina ferðina til Svíþjóðar. „Too late for Love“ er sigurlagið í ár,“ skrifar Einar og birtir mynd af fyrrnefndum John.

Eins og er er John Lundvik spáð fjórða sæti í Eurovision samkvæmt veðbankaspám en Íslandi því áttunda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 6 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 1 viku

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“