fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Viðbrögð spekinga við æfingu Hatara – Epísk frammistaða – „Latex og leður“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 16:00

Hatari sló í gegn í gærkvöldi. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Hatari æfði framlag Íslands í Eurovision, Hatrið mun sigra, í annað sinn á stóra sviðinu í Tel Aviv um hádegisbil í dag. Eurovision-spekingar eru almennt ánægðir með æfinguna og telja að þeir fljúgi áfram upp úr undanriðlinum á þriðjudag og beint í úrslit þarnæsta laugardags.

Sjá einnig:

Hatarar koma fundarstjóra aftur í uppnám: „Hún var að spyrja okkur“

Meiri eldur og reykur

„Hatari buðu upp á aðra epíska frammistöðu á annarri æfingu,“ segir í grein eftir spekinginn Jessica Cole á vef Euro Voxx. „Í þetta sinn voru skjáir flottari og meiri eldur og reykur! Hatarar voru jafn orku- og kraftmiklir á sviðinu og þeir voru á fyrstu æfingu og maður getur ekki neitað því að þeir koma með annan blæ á Eurovision-sviðið.“

Spekingur Euro Voxx er á því að Hatari komist auðveldlega upp úr fyrri undanriðlinum og er Jessica hæstánægð með báðar æfingarnar.

Fínpússað og fagmannlegt

Matt Baker hjá ESC Xtra segir aðra æfingu hafa verið svipaða þeirri fyrri, með einni undantekningu.

„Sú breyting sem ég tók mest eftir var leikmunurinn sem dansarinn ofan á búrinu notar. Á fyrstu æfingu notaði hann svipur og sveiflaði þeim til og frá. Nú er búið að skipta aftur yfir í hamarinn úr úrslitum Söngvakeppninnar,“ segir Matt. „Hatarar hafa litlu breytt frá fyrstu æfingu fyrir utan hamarinn. Það kemur ekki á óvart því frammistaða þeirra er nú þegar svo fínpússuð og fagmannleg.“

Betri söngur

Blaðamaður Oiko Times segir hljómsveitina Hatara tvímælalaust komast í úrslit Eurovision og segir að allt hafi gengið aðeins betur á þessari annarri æfingu sveitarinnar.

„Grafíkin er beittari, myndavélaskotin útpældari og söngurinn er betri en á fyrstu æfingunni,“ skrifar blaðamaður.

Fullt af BDSM vísunum

Phil Colclough hjá OnEurope er sérstaklega spenntur fyrir númeri Hatara.

„Hamarinn sneri aftur í hendur grímuklædda mannsins ofan á lógói Hatara,“ skrifar Phil en bætir við að eitt hafi mistekist á æfingunni. „Því miður urðu smá mistök þegar annar endi hamarsins datt af.“

Hann segir að blaðamenn hafi ekki verið sérstaklega hrifna af Hatara en bætir við að það skipti engu máli því blaðamenn séu ekki markhópur Hatara. Heilt yfir dýrkar Phil frammistöðu Hatara.

„Hvernig leit þetta út? Nákvæmlega eins og maður bjóst við – virkilega hræðilegt fyrir meðaláhorfanda: svart og silfur, eldur og logar, fullt af BDSM vísunum, latex og leður – í stuttu máli, nákvæmlega það sem þeir ætluðu sér.“

Hér fyrir neðan má sjá myndband af annarri æfingu Hatara:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir