fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Fókus

Sigurður Magnús er aðdáandi Game of Thrones – Útbjó kertaborð fyrir fallna karaktera

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. maí 2019 16:00

Sigurður Magnús Sigurðsson er mikill aðdáandi Game of Thrones.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Magnús Sigurðsson er einn af fjölmörgum aðdáendum sjónvarpsþáttanna Game of Thrones, en áttunda og síðasta þáttaröð er nú í sýningu. „Ég er mikill GOT-aðdáandi og er að endurlesa bækurnar núna. Var að klára að lesa aftur þriðju bókina og á þar með eftir tvær bækur af fimm,“ segir Sigurður, sem er 34 ára, búsettur í Philadelphiu í Bandaríkjunum, þar sem hann starfar við umsýslu fasteigna. „Ég rek fasteignir fyrir önnur fyrirtæki og er nýbúinn að fá nýja stöðu, þar sem ég vinn á Manhattan í New York.“

Í tilefni af síðustu þáttaröð GOT ákvað Sigurður að bregða á leik og útbjó dánarborð með persónum síðustu þáttaraðarinnar. Sigurður klippti út mynd af hverri persónu og þegar viðkomandi deyr kveikir hann á kerti fyrir viðkomandi. „Við eigum von á miklum dauðsföllum. GOT á það til að láta persónur í sögunni deyja, oft á mjög hryllilegan hátt.“

Sigurður og borðið Við upphaf þáttaraðarinnar þegar allir voru enn á lífi.

En er líf eftir GOT? „Hugsanlega. Ég er að bíða eftir næstu tveim bókum, en George R.R. Martin er að klára að skrifa síðustu tvær bækurnar, en þær eiga að verða sjö samtals,“ segir Sigurður. „Þannig að þetta er ekki búið. Það er líka mikilvægt að benda á að bækurnar eru mjög ólíkar þáttunum og það eru mun fleiri persónur í bókunum. Það er líka talað um að HBO-sjónvarpsstöðin ætli að gera „spin-off“-þáttaröð, sem mun gerast í GOT-heiminum, en í annarri tímalínu.“

Kerti og karakterar Persónur síðustu þáttaraðar og kerti fyrir hluta þeirra.

Það er því ljóst að Sigurður og fleiri aðdáendur þáttanna þurfa ekki að örvænta alveg strax, við hin sem enn höfum ekki tekið ástfóstri við GOT eigum margt í vændum.

Fallnir félagar Einhverjar persónur hafa þegar kvatt þegar þáttaröðin er hálfnuð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlupu leðurbuxurnar í skápnum?

Hlupu leðurbuxurnar í skápnum?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera neyðarlínusímtalið þegar Gene Hackman og Betsy Arakawa fundust látin

Opinbera neyðarlínusímtalið þegar Gene Hackman og Betsy Arakawa fundust látin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Staðreyndin sem Steinunn áttaði sig á í veikindum Stefáns Karls

Staðreyndin sem Steinunn áttaði sig á í veikindum Stefáns Karls
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómarar í áfalli og áhorfendur köstuðu næstum því upp yfir rosalegu atriði

Dómarar í áfalli og áhorfendur köstuðu næstum því upp yfir rosalegu atriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þungarokkssveitin Sepultura með kveðjutónleika í N1 höllinni í sumar

Þungarokkssveitin Sepultura með kveðjutónleika í N1 höllinni í sumar