fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Laufey og Ísak eru með samsæriskenningu um röð Hatara á sviðið: „Það eru engar tilviljanir í þessu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 6. maí 2019 15:00

Ísak og Laufey. DV/Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er heldur betur orðið stutt í Eurovision og rétt rúm vika þar til Hatari stígur á sviðið í fyrri undanúrslitariðlinum í Tel Aviv og freistar þess að komast alla leið í úrslit. Af því tilefni er Eurovision þema í nýjasta Föstudagsþætti Fókus, hlaðvarpsþætti dægurmáladeilar DV. Gestirnir eru einir helstu sérfræðingar um keppnina langlífu, þau Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, sem bæði sitja í stjórn FÁSES, félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Sjá einnig: Laufey lenti í stórfurðulegu atviki í Úkraínu – Dregin baksviðs og látin telja peninga undir vökulum augum vændisfólks.

„Hatari er að fara að byrja! Er þetta sæti laust?“

Laufey og Ísak eru bæði afar hrifin af framlagi Íslands, Hatrið mun sigra, og sáu hljómsveitina Hatari fyrst á Iceland Airwaves árið 2017.

„Ég er Hatara aðdáandi. Ég fór á fyrsta giggið 2017. Þetta er algjörlega mitt lag í Söngvakeppninni. Við lentum á einhverjum tónleikum með Hatara á Off Venue á Iceland Airwaves og þar voru bara miðaldra konur að öskra: „Hatari er að fara að byrja! Er þetta sæti laust?“ segir Laufey og hlær. „Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið.“

Ísak og Laufey eru miklir Eurovision-spekingar og gleðipinnar. DV/Mynd: Hanna

Laufey segir atriðið í raun hafa allt sem gott og vel úthugsað Eurovision-lag þarf að hafa.

„Þeir draga mann inn, þeir soga mann að sér. Þeir eru með „stage presence“ sem er engu öðru líkt,“ segir hún og Ísak er sammála. Hann segir tungumálið ekki öllu máli skipta í atriði sem þessu.

„Þó það sé á íslensku þá ná þeir að túlka það á alþjóðlegan hátt þannig að allir geti skilið,“ segir hann. „Ég held að þú þurfir ekki að skilja íslensku til að fatta út á hvað þetta gengur. Þú þarft meira að segja ekki að fatta út á hvað þetta gengur heldur bara að þetta veki einhver hughrif hjá þér,“ segir Ísak. „Þetta er stórkostlegur listgjörningur,“ bætir Laufey við.

„Þetta fer allt samkvæmt áætlun“

Hatari stígur á svið í fyrri undanúrslitariðli Eurovision þann 14. maí næstkomandi. Hataraliðar eru þrettándu í röðinni, sem Ísak og Laufey segja mjög gott. Í raun eru þau með kenningar um röðunina.

„Það er bara mjög gott að vera í síðari hlutanum. Við erum með samsæriskenningar um það að við höfum ekki verið sett síðust í fyrri undankeppninni, því þetta væri frábært lag til að loka sjóinu. En þeir ætla að spara það þar til á lokakvöldinu,“ segir Ísak, sannfærður um að ísraelskir aðstandendur keppninnar séu með þetta allt útpælt. „Það eru engar tilviljanir í þessu. Þetta fer allt samkvæmt áætlun,“ segir Laufey og brosir.

Hlusta má á viðtalið við Laufeyju og Ísak í heild sinni hér fyrir neðan, þar sem þau spá meðal annars ítarlega í Eurovision-spilin:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið