fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fókus

Brjóstmyndir Hatara fáanlegar fyrir 7 milljónir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2019 19:30

Hatari er framlag Íslands í Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hatarameðlimir opnuðu nýverið á sölu á varningi á heimasíðu sinni og kennir þar ýmissa grasa. Hægt er að versla dæmigerðan varning eins og boli og plaköt, en einnig er hægt að fjárfesta í brjóstmyndum af söngvurum Hatara, þeim Klemens Hannigan og Matthíasi Tryggva Haraldssyni.

Matthías Tryggvi.

Samkvæmt vefverslun Hatara er um að ræða vörur í takmörkuðu magni, en stytturnar eru hannaðar af hinum heimsþekkta myndhöggvara GBB, sem ættaður er frá Barselóna. Með hjálp leitarvélarinnar Google finnst þó enginn myndhöggvari með þessu nafni í Barselóna, einungis hótelkeðja og sálfræðiaðstoð.

Klemens.

Stytturnar eru unnar úr ljósgrýti sem finnst í nokkru magni norður af Sikiley. Þá þekur það um 2% yfirborðs Íslands samkvæmt Wikipedia og er Torfajökulssvæðið í Friðlandi að fjallabaki stærsta ljósgrýtissvæði landsins.

Stytturnar vega sextíu kíló og kosta 50 þúsund Evrur, tæplega sjö milljónir króna. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilja flagga alla daga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést