Danska YouTube-síðan ESCdenmark, sem haldið er út af dönskum Eurovision-aðdáendum, er búin að birta sína spá fyrir Eurovision. Í myndbandinu er farið yfir öll lögin í Eurovision og hvar dönsku spekingarnir telja að þau lendi í úrslitunum.
Danirnir eru greinilega afar hrifnir af íslenska framlaginu, Hatrið mun sigra með Hatara, og setja það í annað sæti. Hins vegar er það Hollendingur Duncan sem hrifsar til sín toppsætinu, en hann stendur sterkur í 1. sætinu í flestum veðbönkum.
Hér fyrir neðan má sjá dönsku spánna í heild sinni:
https://www.youtube.com/watch?v=GbT-luK7yNg&feature=youtu.be&fbclid=IwAR12CkaC6yIGvUJ8jpJuIE7B3DLhe4L1M_hM2SWOZj12eqKVgQNAOIEyXGg