fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fókus

Þetta er maðurinn á bak við Næturkónginn í Game of Thrones

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 1. maí 2019 19:30

Hér er maðurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varúð: Í lok þessarar greinar kemur fram hvernig þriðji þáttur í nýjustu seríu af Game of Thrones endaði. Þeir sem ekki hafa séð þáttinn eru því vinsamlegast beðnir um að loka fréttinni og lesa eitthvað allt annað. Nú, eða lesa áfram á eigin ábyrgð. Þitt er valið.

*

Aðdáendur Game of Thrones eru eflaust margir hverjir enn þá að jafna sig eftir þriðja þáttinn sem sýndur var aðfaranótt mánudags, en í henni urðu sjónvarpsáhorfendur vitni að baráttunni um Winterfell og lék fyrirlitlegi og vægðarlausi Næturkóngurinn veigamikið hlutverk, eins og búist var við.

 

View this post on Instagram

 

Less than two weeks . #GOT #fight #bigfight #nightking #ironthrone #gameofthronesseason8 #winteriscoming

A post shared by Vladimír Furdík (@vladimir_furdik_) on

Næturkóngurinn er leikinn af hinum slóvenska Vladimir Furdik, sem hóf ferilinn sem áhættuleikari. Margir kannast eflaust við Vladimir úr Bond-myndinni Skyfall og ofurhetjumyndinni Thor: The Dark World, en Slóvakinn er 48 ára gamall og nær að fylla upp í tilkomumikið gervi Næturkóngsins.

Það er einnig gaman að fylgjast með Vladimir á Instagram þar sem hann er duglegur að birta myndir af tökustað Game of Thrones. Næturkóngurinn var upprunalega leikinn af velska leikaranum Richard Brake í seríum fjögur og fimm, en síðan þá hefur hlutverkið verið í höndum Vladimir. Gaman er að segja frá því að aðdáendur Game of Thrones sáu Vladimir fyrst í fimmta þætti í sjöttu þáttaröð þar sem hann lék mann sem var valin af skógarbörnunum til að vera vopn þeirra gegn mannkyninu. Í þættinum var hann bundinn við tré og stunginn af Leaf, foringja skógarbarnanna. Þar með breyttist hann í fyrsta White Walker-inn.

Þegar að Vladimir var mennskur.

Eins og sést á Instagram er Vladimir hvers manns hugljúfi og elskar að gantast með meðleikurum sínum á setti – talsvert frábrugðinn karakternum í Game of Thrones.

Vladimir sló fyrst í gegn í Hollywood í myndinni The Three Musketeers árið 1993 þar sem hann lék á móti Charlie Sheen og Kiefer Sutherland. Þá var Vladimir áhættuleikari fyrir Nicholas Cage í kvikmyndinni The Season of the Witch árið 2011 og sama ár lék hann í Sherlock Holmes: A Game of Shadows.

 

View this post on Instagram

 

My good friend in Belfast prosthetic make up . #GOT #gameofthrones #prostheticmakeup #nightking #gotseason8

A post shared by Vladimír Furdík (@vladimir_furdik_) on

Og nú verður að vara þá aðdáendur sem ekki hafa horft á þriðja þáttinn í nýjustu seríu af Game of Thrones við, þar sem óhjákvæmilegt er að kjafta frá örlögum Næturkóngsins.

Næturkóngurinn beið bana í þættinum og var það hin knáa Arya Stark sem kom eins og þruma úr heiðskýru lofti, stakk kónginn með valyríu-stáli og drap hann, og alla White Walkers, með drekagleri.

 

View this post on Instagram

 

She killed me with a smile #gameofthrones #gameofthrones_hbo #aryastark80 #maisie_williams @maisie_williams

A post shared by Vladimír Furdík (@vladimir_furdik_) on

Samkvæmt iMDB er ekkert á döfinni hjá Vladimir nú þegar að tökum er lokið á Game of Thrones, en spennandi verður að sjá hvað hann tekur sér næst fyrir hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron um skuggahliðar næturlífsins á Tenerife og dópgasið sem var út um allt – „Það er mjög auðvelt að redda sér“

Aron um skuggahliðar næturlífsins á Tenerife og dópgasið sem var út um allt – „Það er mjög auðvelt að redda sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi“

„Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Neighbours-stjarna ólétt eftir stjúpbróður sinn

Neighbours-stjarna ólétt eftir stjúpbróður sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Textaverk Stebba Hilmars komin í sölu

Textaverk Stebba Hilmars komin í sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

In Flames til Íslands í sumar

In Flames til Íslands í sumar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun