Áheyrnarprufur fyrir hæfileikakeppnina Britain’s Got Talent eru í fullum gangi og í gær sögðum við frá mögnuðum töframanni sem heillaði alla upp úr skónum.
Að þessu sinni er komið að lögreglumanninum Dave og hundinum hans, Finn. Finn er í raun stjarna atriðisins, en það er svo hrífandi að ekki var þurrt auga í salnum eftir áheyrnarprufuna. Meira að segja dómarinn Simon Cowell var djúpt snortinn yfir hundinum Finn, sem er svo sannarlega kraftaverkahundur.
Atriðið má sjá hér fyrir neðan, en sumir vilja kannski draga fram tissjú eða vasaklút: