Pétur Örn „Jesús“ Guðmundsson, söngvari með meiru, horfir mikið á þætti byggða á vísindaskáldskap og elskar hrollvekjur.
„Ég var að klára þriðju þáttaröð af þáttum sem heita Travelers og eru „sci-fi“-þættir sem fjalla um tímaferðalanga. Ég er mjög hrifinn af þeim og bíð spenntur eftir næstu seríu.
Svo er ég að horfa á aðra seríu af Star Trek Discovery, sem er besta Star Trek sem ég hef séð. Ég er voðalega mikið fyrir vísindaskáldskap eða hrollvekjur og ef það er ekki geislabyssa eða varúlfur í kvikmynd þá hef ég ekki áhuga. Djók. Ég horfi á allt, en helst geimverur, plánetusprengingar og vélmennavarúlfa. Ég er líka að horfa á Attack on Titan sem eru frábærir „anime“-þættir en ég er mikill „anime“-kall.“