fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Lína Birgitta segir ríkja misskilning um starf áhrifavalda – Segir góðan pening í samfélagsmiðlum

Fókus
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 12:30

Lína Birgitta. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestur Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV, að þessu sinni er áhrifavaldurinn og athafnakonan Lína Birgitta, konan á bak við vörumerkin Line the Fine og Define the Line. Lína hefur marga fjöruna sopið og var rétt skriðin yfir tvítugt þegar hún stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki.
Lína er með tæplega sautján þúsund fylgjendur á Instagram, en hún var einnig gríðarlega vinsæl á Snapchat áður en hún færði sig yfir á Instagram. Hún segir mikinn misskilning ríkja um starf áhrifavalda.

„Það er mikill misskilningur að þú takir öllu,“ segir Lína. „Ef ég væri ekki að vinna á samfélagsmiðlum myndi ég hugsa: Er bara hægt að henda í hana páskaeggi og hún auglýsir það,“ segir Lína og hlær er hún útskýrir að áhrifavaldar auglýsa ekki allt sem hendi er næst. Lína er til dæmis á samningi hjá umboðsskrifstofunni CAI, Creative Artists Iceland, og sér umboðsmaður hennar um mikið af vinnunni á bakvið tjöldin.

„Í staðinn fyrir að ég sé að sjá um öll mál og email samskipti hafa fyrirtæki og aðilar samband við umboðsmanninn minn,“ segir hún og bætir við að umboðsmaðurinn hafi síðan samband við sig. „Þá segir hann til dæmis: Þessi var að hafa samband og okkur finnst þetta vörumerki passa vel við þig, viltu taka það?“ bætir hún við. Hún segist ekki taka hverju sem er því hún „vill ekki bendla sig við hvað sem er.“ Hún skilur þó að áhrifavaldar sem séu nýir í faginu geri það.

„Þegar þú ert að byrja þiggurðu vörur og gerir skiptidíla,“ segir hún. „Ég skil það þegar þú ert að reyna að koma þér á framfæri. Ég gerði það til að byrja með, en ég var ekki að taka öllu.“

„Já, það eru peningar í samfélagsmiðlum“

Í dag vill Lína vera með fjóra til fimm langtímasamningi við ákveðin fyrirtæki sem hún hefur trú á.

„Ég er ekki í hverju sem er, alveg langt því frá. Það er oft sem maður neitar einhverju og þá er það ekkert illa meint um vörurnar eða þjónustuna,“ segir hún. „Ég vil að brandið þitt passi við mig og ég passi við brandið þitt,“ bætir hún við og segir jafnframt að áhrifavaldar hafi stundum samband við fyrirtæki af fyrra bragði ef þeim líst á vörur þess.

En verður maður ríkur af því að vinna á samfélagsmiðlum?

„Ríkur? Það fer eftir því hvað þú leggur í orðið ríkur en já, það eru peningar í samfélagsmiðlum. Það er hægt að fá góðan pening úr samfélagsmiðlum.“

Hægt er að fylgja Línu á Instagram með því að smella hér.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á Föstudagsþáttinn Fókus með Línu í heild sinni, en hlaðvarpsþáttinn má finna á öllum helstu efnisveitum, svo sem iTunes og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið