Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon hefur gert það að vana að taka fyrir áhugaverð lög og tónlistarmenn alls staðar að úr heiminum. Í nýlegum þætti er komið að listamanni sem Íslendingar kannast vel við – sjálfa indversku prinsessuna Leoncie.
Jimmy spilar eitt lag með Leoncie og er greinilega hrifinn.
„Ég hef aldrei heyrt neinn syngja svona áður,“ segir Jimmy og byrjar að herma eftir Leoncie. Myndbandið er vægast sagt sprenghlægilegt og má horfa á það hér fyrir neðan:
https://www.youtube.com/watch?v=BEhOry6hUZg&feature=youtu.be&fbclid=IwAR2N4UFZy2PpNr9N4irhuTz6Aj2g-FlrqKYGcIhxPbZs6dwfQuBvn8yGGvw