Aðdáendur eru mjög hrifnir af því sem hefur verið opinberað um póstkort Hatara í Eurovision, en póstkortið er eins konar kynningarmyndband fyrir sveitina sem verður sýnt á undan atriði þeirra í keppninni í Ísrael.
Sjá einnig: Póstkort Hatara afhjúpað – Algjörlega nýtt útlit – Sjáið myndirnar.
Í efni sem hefur lekið á netið má sjá að þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar Hatara, eru komnir í nýja búninga og umkringdir Hataraher sem tekur fræga Hataradansinn. Hins vegar er trommugimpið Einar Stefánsson víðs fjarri á öllum myndum og myndböndum.
https://www.youtube.com/watch?v=qRa1ebK591w
Þetta hefur ruglað aðdáendur í ríminu, sem skilja margir hverjir ekki af hverju Einar er ekki með í póstkortinu. Umræður hafa skapast um þetta innan aðdáendahóps Hatara á Facebook og virðast margir aðdáendur sakna Einars mikið.
„Það eina sem vantar í þetta póstkort er Einar. En þetta verður án efa fullkomið,“ skrifar einn aðdáandi og annar bætir við: „Þetta er ekki sanngjarnt – hann er partur af Hatara. Við söknum hans.“
„Ég veit ekki hvernig póstkortið á eftir að líta út án hans. Hann er líka hluti af Hatara,“ skrifar svo annar.
Það er hins vegar mjög einföld ástæða fyrir því að Einar gat ekki tekið upp póstkortið með Hatara. Hann er á tónleikaferðalagi með hljómsveit sinni Vök, sem héldu tónleikaröð í Bretlandi akkúrat á meðan á tökum í Ísrael stóð. Einn aðdáandi sveitarinnar segir samt ósanngjarnt að hann sé ekki með.
„Ég elska þá alla en Einar á skilið meiri athygli. Ég veit að hann er á tónleikaferðalagi með hinni hljómsveitinni sinni en Eurovision er líka mikilvægt. Sjáum hvað gerist næst.“
Þá hafa Hataradrengir verið duglegir að birta myndir frá tökustað á Instagram og þar hefur einnig skapast umræða um fjarveru Einars.
View this post on Instagram
Browsing local consumer products while also enjoying the great outdoors.