fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Duran Duran heldur tónleika á Íslandi í sumar

Fókus
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin heimsþekkta hljómsveit Duran Duran mun halda tónleika í Laugardalshöll þann 25. júní næstkomandi. Um einstakan viðburð er að ræða en Duran Duran spilaði síðast á Íslandi fyrir fjórtán árum síðan við mikinn fögnuð tónleikagesta. Samkvæmt fréttatilkynningu viðburðarins er hljómsveitin staðráðin í því að halda aðra eftirminnilega tónleika fyrir aðdáendur sína og mun spila brot af því besta frá sínum einstaklega farsæla ferli.

,,Ef tónleikarnir sem við héldum á Íslandi árið 2005 gefa einhverja hugmynd um tónleikana 25. júní i Laugardalshöll, þá stefna þeir í að verða stórkostleg skemmtun og frábær upplifun. Ég hlakka til að vaka alla nóttina eins og ég gerði síðast,“ segir Simon Le Bon um tónleikana.

Duran Duran er ein sögufrægasta hljómsveit popptónlistarinnar. Ferill hennar spannar fjóra áratugi og hefur hljómsveitin selt yfir 100 milljónir platna, unnið til tveggja Grammy verðlauna, tveggja Brit verðlauna, hlotið sjö sinnum Lifetime Achievement verðlaunin auk fjölmargra annarra viðurkenninga. Hljómsveitin reis hratt upp á stjörnuhimininn og varð á örskotsstundu þekkt um allan heim.

Á milli einstaka sérvalinna tónleika á þessu ári, hefur hljómsveitin hafið upptökur á næstu plötu sinni samhliða fjölmörgum sérverkefnum til þess að fagna 40 ára samstarfi.

Miðasala hefst kl. 10 að morgni þann 24. apríl 2019 á tix.is. Forsala hefst fyrir meðlimi aðdáendaklúbbs hljómsveitarinnar kl. 9 þann 23. apríl og klukkutíma síðar fyrir netklúbbsfélaga Tix og Mono.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife