fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Andrea rokkamma er orðin sjötug: „Mamma var rosalega dugleg og því miður erfði ég ekki mikið af því“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 13. apríl 2019 20:00

Fálkaorðan Andrea fékk íslensku Fálkaorðuna, riddarakross, þann 17. júní í fyrra fyrir framlag til kynningar á íslenskri og erlendri dægurtónlist.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Jónsdóttir fagnaði sjötugsafmæli 7. apríl og hélt upp á áfangann á sínu öðru heimili, skemmtistaðnum Dillon, þar sem troðfullt var út úr dyrum tvö kvöld í röð af vinum og ættingjum. Andrea er öllum kunn sem fylgjast með tónlist, en sjálf hefur hún hrærst í bransanum í næstum 50 ár, sem plötusnúður og útvarpsmaður.

Blaðamaður settist niður með Andreu yfir öli á skemmtistaðnum Dillon og ræddi lífið og tilveruna, bernskuárin á Selfossi, Bítlana og bransann, plan B og barnabörnin.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Þrátt fyrir að hafa ekki erft drifkraft móður sinnar að eigin sögn fór Andrea sem barn í sveit og byrjaði síðan ung að vinna í timbri, sem var fyrsta vinnan sem hún fékk greitt fyrir.

„Kaupfélagið sá um að flytja inn timbur, sem síðan þurfti að bera í stafla og umstafla og flokka. Mér fannst þetta mjög skemmtileg vinna, ég hef alltaf verið frekar hraust og sterk.“

Eftir landsprófið á Selfossi, dró frelsisþráin Andreu til Reykjavíkur, þrátt fyrir að flestir skólafélagar hennar hefðu farið á Laugarvatn. „Mig langaði til Reykjavíkur svo ég gæti farið í bíó og hitt og þetta,“ segir Andrea, sem leigði herbergi hjá frænku sinni, Jónínu Benediktsdóttur, og manni hennar. „Jónína og ég erum bræðradætur. Hún var gift Svavari Gestssyni, sem síðar varð blaðamaður og alþingismaður, mér fannst þau miklu eldri en ég, en raunin er sú að þau eru bara um fimm árum eldri.“

Með skólanum vann Andrea á sumrin og í jólafríum, enda nutu þeir sem fengu vinnu um jól þeirrar umbunar að fá að fara fyrr í jólafrí. „Ég vann í kjötbúðinni, fiskbúðinni og á pósthúsinu. Um jólin fékk ég alltaf vinnu í póstinum, það var rosaleg vertíð og mikil uppgrip, enda sendu allir jólakort á þeim tíma. Á aðfangadag skiptum við starfsstúlkurnar síðan á milli okkar þeim kortum sem eftir voru og bárum út á leiðinni heim, stundum var heilmikill snjór og útburðurinn hálfgert vesen, en öll kort áttu að komast til skila fyrir jól.

Ég er svo heppin að hafa aldrei verið útjaskað í vinnu, ég hef alltaf verið heppin, lent í fínni vinnu og með frábæru fólki, þannig að ég er ekki útjöskuð líkamlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“
Fókus
Í gær

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Í gær

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erfitt að starfa við eitthvað sem býr fólk undir að brjóta lögin – „Leiðinlegt að þurfa að vera í einhvers konar feluleik“

Erfitt að starfa við eitthvað sem býr fólk undir að brjóta lögin – „Leiðinlegt að þurfa að vera í einhvers konar feluleik“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni