fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Þau hafa unnið Söngkeppni framhaldsskólanna

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin laugardaginn 13. apríl í Bíóhöllinni á Akranesi. Hún verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV, en 26 skólar senda keppendur til leiks og má búast við skemmtilegri og drengilegri keppni að vanda.

Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur veg og vanda að keppninni, sem hefur verið haldin árlega frá árinu 1990, að árinu 2017 undanskildu þegar keppnin féll niður vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. Menntaskólinn við Hamrahlíð er sigursælastur hingað til en hann hefur unnið fimm sinnum. Menntaskólinn í Reykjavík fylgir fast á eftir með fjóra sigra. Fjórir skólar hafa sigrað þrisvar sinnum hver; Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Menntaskólinn í Kópavogi og Tækniskólinn.

„Með þátttöku í svona keppni geta krakkar skapað sér ákveðin tækifæri og svo er það bara þeirra að nýta sér þau,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýsson í viðtali við Monitor 18. apríl 2013, en það ár var hann dómari í keppninni, en sjálfur tók hann þátt árið 1990 fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð og lenti í 3. sæti. „Mér finnst gott hjá krökkum að taka þátt af því að þetta er svo gott próf. Fyrir mitt leyti fannst mér gott að taka þátt þótt það væri ekki nema bara til að nota keppnina sem mælistiku og athuga hvort það yrði klappað fyrir manni og svo framvegis. Ég hef stundum sagt að ef Idol-keppnin hefði verið haldin þegar ég var yngri, þá hefði ég tekið þátt. Það má því kannski segja að Söngkeppnin hafi verið mín Idol-keppni.“

Margir af þekktustu og vinsælustu söngvurum þjóðarinnar hafa stigið sín fyrstu spor í keppninni og hér má sjá yfirlit yfir nokkra af ástsælustu söngvurum og leikurum þjóðarinnar sem tekið hafa þátt í keppninni. Margir þeirra stigu síðar á svið í stærri söngvakeppnum, Söngkeppni sjónvarpsins og Eurovision.

Árið 1990
Móeiður Júníusdóttir (Menntaskólinn í Reykjavík, 2. sæti.)
Páll Óskar Hjálmtýsson (Menntaskólinn við Hamrahlíð, 3. sæti)

Páll Óskar. Ljósmynd: DV/Hanna

Árið 1991
Margrét Eir Hjartardóttir (Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, 1. sæti)
Hera Björk Þórhallsdóttir (Fjölbra   utaskólinn í Breiðholti, 2. sæti.

Margrét Eir (Morgunblaðið 13. mars 1991)

Hera Björk

Árið 1994
Emilíana Torrini (Menntaskólinn í Kópavogi, 1. sæti). Hún söng diskóslagarann I Will Survive.
Selma Björns (Verzlunarskólinn). Hún flutti lag Arethu Franklin,Tregasöngur (I Have Never Loved A Man).

Selma Björnsdóttir

Árið 1996
Keppnin þetta ár var svo sannarlega prýdd verðandi stjörnum.
Regína Ósk Óskarsdóttir (Menntaskólinn við Hamrahlíð, 2. sæti)
Jón Jósep Snæbjörnsson (Menntaskólinn á Akureyri)
Magni Ásgeirsson (Menntaskólinn á Egilsstöðum)
Hreimur Örn Heimisson (Fjölbrautaskóli Suðurlands)

Hreimur Örn Heimisson


Árið 1998
Birgitta Haukdal (Framhaldsskólinn á Laugum, 2. sæti) Birgitta söng lagið Ég sakna þín, stuttu áður en hún sló í gegn með hljómsveitinni Írafári.

Birgitta Haukdal

Árið 1999
Guðrún Árný Karlsdóttir (Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, 1. sæti)

Árið 2000
Sverrir Bergmann (Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, 1. sæti) Hann söng lag Bon Jovi, Always, við íslenskan texta Auðuns Blöndal. Orðin „ég skæri mér hjartað úr með skeið“ eru orðin ódauðleg.
Jóhannes Haukur Jóhannesson (Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, 2. sæti)

DV 17. apríl 2000

DV 17. apríl 2000

Árið 2001
Sóli Hólm (Menntaskólinn við Sund), annar hluti tvíeykisins Ekta Íslendingur ásamt Birgi Haraldssyni.

Árið 2002
(Menntaskólinn við Hamrahlíð), dúett ásamt Helga Steinari Helgasyni.

Árið 2004
Ævar Þór Benediktsson (Menntaskólinn á Akureyri). Ævar vann síðan sigra á ritvellinum sem Ævar vísindamaður og hefur fengið þorra íslenskra barna til að lesa mun meira.

Ljósmynd: DV/Hanna

Árið 2005
Hjaltalín (Menntaskólinn við Hamrahlíð)

Árið 2006
Systurnar Hólmfríður og Greta Mjöll Samúelsdætur (Menntaskólinn í Kópavogi, 2. sæti)

Árið 2007
Eyþór Ingi Gunnlaugsson (Verkmenntaskólinn á Akureyri, 1. sæti). Hann fór svo strax í þættina Bandið hans Bubba, þar sem hann sigraði einnig.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir (3. sæti). Nanna náði síðan heimsfrægð með hljómsveitinni Of Monsters and Men.

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir

Árið 2008
Sigurður Þór Óskarsson (Verzlunarskólinn, 1. sæti). Sigurður Þór fór í leiklistina og leikur nú hlutverk Birkis í Ronju ræningjadóttur, sem sýnt er fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu.

Morgunblaðið 14.04.2008

Árið 2010
Kristmundur Axel og Júlí Heiðar (Borgarholtsskóli, 1. sæti) fluttu texta Kristmundar Axels við lag Erics Clapton, Tears in Heaven, og vöktu mikla athygli. Kristmundur, sem var aðeins 16 ára, fjallaði um alkóhólistann föður sinn eftir að hann féll; benti föðurnum á að hann hefði valið ranga leið í lífinu og bað hann að koma til baka. „Ég á ekki erfitt með að tjá mig um þetta. Ég vil vekja athygli á því að ástandið er slæmt í þjóðfélaginu; mörg börn missa pabba sinn og mömmu vegna alkóhólisma og eiturlyfjanotkunar,“ sagði Kristmundur í viðtali við Morgunblaðið eftir sigurinn.

Morgunblaðið 12. apríl 2010

Árið 2011
Dagur Sigurðsson (Tækniskólinn, 1. sæti)

DV 11. apríl 2011

Árið 2014
Sara Pétursdóttir, Glowie, (Tækniskólinn, 1. sæti). Athygli vakti að Sara hafði ekki hlotið brautargengi í sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent skömmu áður.

Árið 2015
Aron Hannes Emilsson (Borgarholtsskóli, 2. sæti)

Aron Hannes í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2017

Árið 2016
Hljómsveitin Náttsól (Menntaskólinn við Hamrahlíð, 1. sæti). Ein stúlknanna þriggja, Elín Sif Halldórsdóttir, vann síðan leiksigur í kvikmyndinni Lof mér að falla.

Ljósmynd: DV/Hanna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger