fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fókus

Tara fordæmir umfjöllun Kveiks: „Umræðan í þættinum er viðbjóðsleg og afmennskandi“ – Ógeðslegir fitufordómar og fituhatur

Fókus
Mánudaginn 8. apríl 2019 19:30

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Talað er um feitt fólk sem byrði á samfélaginu og heilbrigðiskerfinu, við erum ekki fólk heldur bara aukinn kostnaður fyrir samfélagið þrátt fyrir að engir útreikningar hafi getað sýnt óyggjandi fram á beinan kostnað við holdafar þar sem engin orsakatengsl hafa fundist heldur bara fylgni,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, aktivisti fyrir líkamsvirðingu og gegn fitufordómum, í nýjum pistli á Facebook-síðu sinni.

Í pistlinum fordæmir Tara umfjöllun Kveiks um offitu á Íslandi, en í þættinum var fylgst með Pétri H. Hansen um nokkurra mánaða tímabil. Fyrsta heimsókn Kveiks til Péturs var daginn fyrir magaermaraðgerð sem hann gekkst undir. Í viðtali við Kveik sagðist Pétur hafa verið greindur með kæfisvefn upp úr aldamótunum 2000 og að hann verkjaði í allan líkamann á hverjum degi. Í seinustu heimsókn Kveiks var Pétur búinn að missa þriðjung af líkamsþyngd sinni og leið talsvert betur.

„Hugur minn er skýrari, þessi svarta hula sem var byrjuð að leggjast yfir hugsun mína, henni hefur verið svipt af og sólin skín ofan í kollinn minn. Ég segi það oft í gríni við vini mína að það er allt orðið nýtt í karlinum nema kennitalan. Hún er ekki til sölu!“

Pétur í fyrstu heimsókn Kveiks. Mynd: Skjáskot af vef RÚV

„Barátta gegn feitu fólki“

Tara segir umfjöllun Kveiks hins vegar vera vonbrigði.

„Vá, hvað þessi Kveiks þáttur voru mikil vonbrigði. Sama gamla stefið rifið upp í billjónasta skiptið og engar tilraunir gerðar til að skoða aðra vinkla. Sama orðfærið og orðræðan um „baráttu við offitu“ sem getur aldrei nokkurn tímann túlkast öðruvísi en „barátta gegn feitu fólki“ því við getum ekki aðskilið holdafarið frá fólkinu. Gefnar eru einfaldar skýringar á holdafari aðalsöguhetjunnar sem skrifast á persónu hennar. Alþjóða heilbrigðisstofnun (WHO) hefur varað við slíkri umfjöllun um holdafar þar sem hún ýtir undir fitufordóma,“ skrifar Tara og vísar í heimild sem má lesa með því að smella hér.

„Á sama tíma er hinsvegar fjallað um „offitu“ sem „fjölþættan sjúkdóm sem hefur sprungið út“. Talað er eins og það sé bláköld staðreynd en ekki bitbein innan heilbrigðisstétta sem veldur endalausum deilum og hefur leitt til þess að sérnefnd innan AMA lagðist gegn því að skilgreina offitu sem sjúkdóm þar sem það uppfyllti ekki hefðbundin skilyrði sjúkdóma/sjúks ástands og ekki þótti sýnt að slík flokkun væri til þess fallin að hjálpa feitu fólki heldur þvert á móti var talið líklegt að hún myndi valda meiri skaða en ella,“ skrifar Tara og vísar í aðra heimild sem lesa má hér.

Hún segir umfjöllunina um offitu jafnframt einhliða.

„Ekkert er heldur fjallað um áhætturnar og þann gríðarlega langa lista fylgikvilla sem fylgja aðgerðum eins og magaerminni og eru ekkert grín að eiga við. Þessir fylgikvillar hafa verulega skerðingu á lífsgæðum og heilsufari í för með sér. (3) Látið er ótalið að nýlegar rannsóknir bendi til þess að feitt fólk sem fari í magaermina hafi hærri dánarlíkur en jafn feitt fólk sem ekki fer í aðgerðina. (4). Ein vinkona mín hafði á orði að hún hefði á tilfinningunni að þetta væri bara auglýsing fyrir magaermisaðgerðina. Miðað við það hversu illa unninn þátturinn var er ég ekki hissa að hún hafi haldið það.“

Ógeðslegir fitufordómar og fituhatur

Tara fullyrðir að þáttur Kveiks hafi slæm áhrif á umræðuna og samfélagið.

„Eftir að þátturinn fór í loftið hef ég orðið vör við aukið tal í samfélaginu frá ýmsum „áhrifavöldum“ á samfélagsmiðlum og fleirum. Umræðan ber með sér ógeðslega fitufordóma, fituhatur og að allt stefni í bál og brand ef ekkert verði gert til að stoppa feita fólkið af. Þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að feitu fólki fari fjölgandi á Íslandi undanfarin ár,“ segir Tara og heldur áfram. „Umræðan í þættinum er viðbjóðsleg og afmennskandi. Umræðan sem hefur fylgt í kjölfarið hefur verið það líka. Hér bera Þóra Arnþórsdóttir og Arnar Þórisson fulla ábyrgð. Það er nefnilega hægt að gera svona umfjöllun faglegri og minna smánandi. Það er hægt að gera hana þannig að hún styðjist við nýjustu gagnreyndu þekkingu. Ég fæ ekki séð að hér hafi verið gerð nein tilraun til þess.“

Í lok pistilisins birtir Tara yfirlýsingu Samtaka um líkamsvirðingu vegna umfjöllunar Morgunblaðsins árið 2017, en Tara er í forsvari fyrir samtökin. Hún segir yfirlýsinguna eiga alveg jafn vel við í dag og fyrir tæpum tveimur árum.

„Nú segjum við stopp. Við stöldrum við þá staðreynd að hvergi í þessari meintu velviljuðu leit að betra lífi fyrir feitt fólk hefur læknasamfélagið talað fyrir hugmyndafræði Heilsu óháð holdafars eða Health at Every Size (HAES). Um er að ræða einu aðferðina sem komið hefur fram varðandi heilsu feitra sem felst ekki í því að svelta, smána, pína eða skaða þá. Þegar slíkri nálgun er ekki tekið fagnandi af hópi þeirra sem gefa sig út fyrir að hafa eingöngu hagsmuni feitra í fyrirrúmi þá hlýtur það að kalla fram ákveðnar efasemdir. Jafnframt gerum við skýlausa kröfu til fjölmiðla um að hætta að halda á lofti skaðlegum málflutningi um feitt fólk. Hingað til hefur enginn fjölmiðill né blaðamaður lagt það á sig á kafa undir yfirborðið og fjalla um „offitufaraldurinn“ frá öllum köntum. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fjölmiðill mun verða fyrstur til að setja mark sitt á sögu líkamsvirðingarbaráttunnar hér á landi.“

Þessi texti á alveg jafn vel við í dag og fyrir tæpum tveimur árum síðan. Við erum enn að bíða…“

Pistil Töru má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk