Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, og Halla Oddný Magnúsdóttir, fjölmiðlakona, eignuðust son þann 3. apríl síðastliðinn.
Halla deildi gleðifréttunum á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir: „Þessi dásemdardrengur kom í heiminn þann 3. apríl á slaginu 07:17. Foreldrarnir sjá ekki sólina fyrir honum – hann er hraustur, fríður, spakur og veglegur: 18,5 merkur og 53 cm. Hann biður að heilsa.“
Fókus óskar parinu innilega til hamingju með soninn.
View this post on Instagram