fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Hraunað yfir Hatara: „Þetta er ekki lengur Eurovision, heldur hryllingsmynd“ – „Það er svo margt rangt við þetta“

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 7. apríl 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynningarviðburðurinn Eurovision in Contest var haldinn í Amsterdam í gær og fengu fleiri Evrópubúar að kynnast hljómsveitinni Hatara og umdeilda stíl þeirra. Laginu Hatrið mun sigra hefur verið spáð góðum árangri á lokakeppninni en það breytir því ekki að viðbrögð fólks eru ávallt misjöfn.

Hér má sjá myndband yfir viðbrögðum Eurovision-aðdáenda þegar þau heyrðu í lagi Hatara í fyrsta skipti ásamt þeim tilheyrandi stigum sem lagið fengi frá þeim.

Öruggt er að segja að lagið hafi alls ekki fallið í kramið hjá meirihlutanum, en af þeim fjórtán álitsgjöfum sem prýða myndbandið eru aðeins fjórir sem gáfu Hatara stigafjölda sem fer ofar en fimm. Nokkrir virðast vera sammála einum punkti, sem er að Klemens hefði frekar átt að syngja meirihlutann af laginu í stað Matthíasar Tryggva.

Hér er brot af ummælum álitsgjafa og má sjá myndbandið í heild sinni neðst.

„Ég hef lengi beðið eftir að komast til ystu dýptar helvítis og nú er ég þangað komin,“ segir Emily frá Bretlandi, en hún er þó á gagnstæðri skoðun með söngvaranna og segir Matthías tvímælalaust vera með sterkari rödd heldur en Klemens.

„Það er svo margt rangt við þetta og ég er afar opin manneskja,“ segir Elisa frá Portúgal og hendir falleinkunn á hópinn.

„Mér líður eins og ég hafi gengið inn á mjög dónalegan og klámfenginn kynlífsklúbb,“ segir Faye hlæjandi frá Bretlandi og gefur Hatara fjögur stig.

„Allt þetta leður, allir þessir fjötrar. Þetta hefði gengið upp ef lagið væri betra,“ segir Antoine frá Frakklandi. „Þetta er ekki minn tebolli.“
Antoine kýs þó að vera gjafmildur og gefur laginu fimm stig.

Hinn ungverski Szbolcs segist vera almennt hrifinn af íslenskri tónlist og telur hana ferska og nýstárlega.

Hann segist kunna að meta fjötranna og stemninguna hjá Hatara en telur lagið ekki rísa upp úr meðalmennskunni nægilega mikið. „Ég elska þetta blæti, en þetta er ekki nógu sterkt,“ segir Szbolcs og gefur því sex stig.

„Þetta er ekki lengur Eurovision, heldur hryllingsmynd,“ segir Charlene frá Bretlandi.

Atakan frá Danmörku líkir laginu við ískur í hurð og er alls ekki hrifinn. „Sumir eflaust kunna að meta þetta, ég geri það alls ekki,“ segir hann. Atakan gefur Hatara eitt stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir