fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Þetta ætla þau að gera um helgina: Sinfóníutónleikar, tjútt og tiltekt

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 5. apríl 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudögum spyrjum við nokkra einstaklinga hvað þeir ætli að gera um helgina.

DV fékk Lovísu Tómasdóttur fatahönnuð, Ómar Úlf Eyþórsson útvarpsmann og Evu Björk Eyþórsdóttur söngkonu til að segja frá helgarplönum sínum.

Lovísa  – Helgi andstæðna: 

„Helgi andstæðna er framundan hjá mér. Byrja í hádegismat á Brass á föstudaginn, hef heyrt að þar séu bestu hamborgarar landsins bornir á borð og þarf eðlilega að fá það staðfest. Um kvöldið taka við lokatónleikar þungarokkshljómsveitarinnar Endless Dark sem haldnir verða á Húrra. Á laugardaginn verður skipt um gír, en þá er förinni heitið í afmæli eiganda verslunarinnar Kjólar og Konfekt og ber viðburðurinn heitið „Einhyrningar eru víst til.“ Býst við mikilli gleði og glimmeri þar.“

Ómar Úlfur – Topphelgi framundan: 

„Það er sega mega afmælishelgi framundan. Grétar Þór, sonur minn, verður 8 ára á föstudaginn og fjölskyldan fer í keilu um kvöldið og svo í pítsuveislu. Á laugardaginn fer ég svo með krakkana í sund og út að leika á meðan ástkær eiginkona mín bakar og undirbýr afmælisveislu sem verður haldin á sunnudaginn. Á sunnudaginn fyllist svo húsið af fjölskyldu og vinum í afmælisgleði. Topphelgi framundan.“

Eva Björk – Góða veðrið nýtt: 

„Á föstudagskvöldið ætla ég að skella mér með manninum mínum á Star Wars-bíótónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og svo er árshátíð í vinnunni hans á laugardagskvöldið. Annars ætlum við líka að nýta „góða“ veðrið og fara í hjólatúr með litla stubbinn okkar og við skellum okkur eflaust í sund líka. Reyndar ætlaði ég líka að tækla geymsluna – sem er mikill hausverkur, en það kemur bara í ljós hvort ég nenni því. Þetta verður sem sagt bara notaleg fjölskylduhelgi með dassi af tjútti og tiltekt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram