fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Fullviss um að Skúli Mogensen hafi farið í fegrunaraðgerð: „Hann er orðinn alveg eins og Bradley Cooper“

Fókus
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðuefni Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV, eru fegrunaraðgerðir að þessu sinni. Gestir þáttarins eru þau Viktor Andersen og Alda Guðrún Jónasdóttir, en þau eiga það sameiginlegt að vera ófeimin að ræða um þær fegrunaraðgerðir sem þau hafa gengist undir.

Sjá einnig: Alda fékk nóg og gekk út: „Ég fékk bara mega kvíðakast“.

Viktor og Alda. Mynd: DV/Hanna

Áferðin breytist

Bæði Alda og Viktor segjast sjá það þegar að fólk hefur farið í einhvers konar fegrunaraðgerðir.

„Já, mér finnst það oft frekar augljóst. Þó það sé ekki nema smá,“ segir Viktor og bætir við að áferð andlitsins breytist. „Fyllingarefnin lyfta svo mikið upp hjá vörunum eins og náttúrulegar varir gera ekki. Þú sérð það alltaf ef fólk er búið að setja fyllingarefni,“ segir Alda og Viktor er sammála. „Ég held allavega að maður taki oftast eftir því að það er eitthvað „enhancement“.“

Skúli Mogensen „klárlega“ búinn að gera eitthvað

Viktor segir að það sé lítið um að karlmenn fari í fegrunaraðgerðir.

„Það er mjög leynt. Það hefur einn og einn sagt mér í einkaskilaboðum að þeir hafi verið að gera hitt og þetta, en ekki jafn ýkt og ég,“ segir Viktor. „Samkynhneigðir kunningjar mínir hafa verið að spyrja mig út í þetta og ætla að fá sér eina sprautu eða Botox,“ bætir hann við. Alda segir af og frá að gagnkynhneigðir karlmenn myndu fara í fegrunaraðgerðir en Viktor er ósammála.

Skúli í gamla daga.

„Þeir myndu allavega aldrei tala um það. Eins og Skúli Mogensen er klárlega búinn að gera eitthvað. Ég get ekki alveg „pin pointað“ það en það er allavega mjög mikill munur á lúkkinu hans fyrir einhverju síðan og núna. Hann lítur mjög vel út núna,“ segir Viktor og Alda bendir á að hann sé orðinn mjög líkur einni skærri Hollywood-stjörnu.

Sjá einnig: Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Skúla Mogensen.

„Við elskum öll Bradley Cooper. Hann er orðinn alveg eins og Bradley Cooper.“

Bradley Cooper.

Hægt er að fylgja Öldu á Instagram með því að smella hér og Viktori með því að smella hér.

Hér fyrir neðan má horfa á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið