fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Siggi lét loka sig inni á geðdeild – „Að brjóta í sér beinin er hégómi við hliðina á því að glíma við djöfla í hausnum á sér“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 30. mars 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Sólmundarson varð landsþekktur sem Costco gaurinn vegna myndbanda sem hann birti á Facebook. Eftir skelfilegt bílslys stuttu fyrir jólin 2018 stendur hann á krossgötum hvað atvinnumál varðar. Hann segist vera athyglissjúkur með eindæmum, en líður þó best einum með sjálfum sér. Blaðamaður settist niður með Sigurði yfir kjötbollum í Ikea og ræddi lífið og tilveruna og fór síðan jómfrúarferð sína í Costco undir dyggri handleiðslu Sigga.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Fyrir nokkrum árum fór Siggi yfir um andlega og var lokaður inni á geðdeild að eigin ósk. Hann segist aldrei hafa verið þunglyndur, en fékk taugaáfall í apríl 2012, um þremur mánuðum eftir skilnað. „Ég var að vakna eftir þrettán mánaða samband og vissi ekkert hver ég var og það var ekkert bjart framundan. Ég er nú mjög bjartsýnn maður að eðlisfari, en þarna var ég kominn á ystu brún og sá enga leið út nema þú veist,“ segir Siggi og á þar við sjálfsvíg, þótt hann nefni orðið ekki, „en sem betur fer gerði ég það ekki, heldur fór og lét leggja mig inn, það var ekkert annað í boði.

Ég rankaði við mér á síðustu stundu, eiginlega, það var mjög gott, fór í viðtöl og meðferðir og fékk ákveðin verkfæri til að takast á við kvíða og slíkt. Ég hef ekki fundið fyrir þessum einkennum síðan. Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu, þetta var svolítið úr mínum karakter og segir manni að það geta allir lent í þessu.“

Siggi hefur lent í tveimur alvarlegum slysum og segir þau ekkert við hliðina á andlega áfallinu. „Að brjóta í sér beinin er hégómi við hliðina á því að glíma við djöfla í hausnum á sér.“ Hann segir mikilvægt að horfa á andleg veikindi alveg upp á nýtt: „Þetta kostar ekkert smá mörg mannslíf á hverju ári. Og ef þú kemst inn á geðdeild þá er þér hent út daginn eftir eins og með mig, ég hefði ekki þurft að vera lengur, en það eru örugglega aðrir sem eru sendir út of snemma. Ég held að það sé of algengt að fólk fái ekki viðeigandi hjálp.

Það verður að fara að stokka upp í þessum málaflokki, þetta er skelfilegt. Ef það myndu 35 karlmenn lenda í bílslysum á hverju ári, þá yrði eitthvað gert, það yrði stofnuð nefnd og fleira. Það er allt of mikið vesen að leita sér hjálpar, ég varð hreinlega að segja að ég væri að fara að drepa mig til að fá að komast inn á geðdeild. Ég varð að láta loka mig inni, það var það sem var,“ svarar hann aðspurður hvort að viðtalsmeðferðir hefðu ekki nægt. „Þetta var það alvarlegt, það var svona þriggja mánaða aðdragandi að þessu, ég var steinhættur að sofa og ég fann að ég varð að fara inn á geðdeild.“

Blaðamaður spyr hvort andlegir erfiðleikar hafi aftur látið á sér kræla þegar hann lenti í bílslysinu í fyrra. „Ég var svo glaður að vera á lífi að ég leyfði mér ekki að hleypa neikvæðum hugsunum inn. Auðvitað er maður oft neikvæður og fúll, en ef maður leyfir því að taka yfirhöndina þá geta bara hræðilegir hlutir gerst. Andlegir sjúkdómar eru miklu, miklu verri en einhver beinbrot, ég tala bara af eigin reynslu um það. Þegar þú ert búinn að kynnast því að vera svona í hausnum, það er sársauki sem er ekki hægt að lýsa, það verður allt svo lítilfjörlegt við að lenda í slíku.“

Siggi segir að það hafi hjálpað honum mikið í bataferlinu að hann hann fékk að vera með börnin sín. „Ég var mjög mikið með þau á eftir og það hjálpaði mér mjög mikið.

Ég hefði ekki viljað missa af andlegu erfiðleikunum, það er svo skýtið þar sem þetta var erfiðasti tími lífs míns. Ég hef aldrei þroskast jafn mikið á stuttum tíma eins og þá, ég hefði aldrei sagt það þá, en geri það í dag þótt þetta hafi verið ógeðslegur tími. Sumir ná sér aldrei af svona, og verða hreinlega öryrkjar, ég hef fullan skilning á því. Ég var bara heppinn, það var ekkert öðruvísi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife