fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Linda Pé drakk ofan í áfallastreituröskunina: „Ég er bara heppin að komast lifandi út úr því“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 29. mars 2019 14:00

Linda Pétursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Linda Pétursdóttir vann titilinn Ungfrú Heimur. Athafnakonan var gestur í spjallþætti Loga Bergmanns, Með Loga, sem sýndur var í gærkvöldi í Sjónvarpi Símans, og ræddi hún þar ferilinn, fyrirtækjarekstur sinn, heilablóðfallið sem hún fékk og síðast, en ekki síst – ástina.

Linda hefur verið með annan fótinn í Kaliforníu undanfarin þrjú ár en flutti alfarið fyrir einu og hálfu ári. Segja má að flutningurinn hafi upphaflega ekki komið til af góðu en fyrirtæki Lindu fór í þrot árið 2014 og hún ákvað að fara að ráði læknis síns og flytja í hlýrra loftslag vegna gigtar. Umskiptin reyndust þó skipta sköpum í gæfu hennar og fann hún ástina í Bandaríkjunum, enn á ný.

Ofbeldissambandið breytti öllu

Þegar Linda er spurð að því hvernig tilfinningin hefur verið í gegnum árin að upplifa fólk með nefið í einkalífi hennar veitir hún engan afslátt: „Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt!“ segir hún og bætir við að hún hafi oft brennt sig á því að draga vinafólk með sér út á lífið og séð stuttu seinna að hún væri komin með nýjan kærasta upp á arminn. Undanfarin ár hefur hún reynt að halda einkalífinu sem mestu út af fyrir sig og í kjölfarið leið nokkuð langur tími áður en hún frumsýndi núverandi kærastann sinn á Facebook.

„Ég er í fínu sambandi núna og það gengur rosalega vel,“ segir Linda og vísar þar í hinn kanadíska Jamie. Hann starfar fyrir Landhelgisgæslu Kanada og lýsir Linda honum sem miklum draumamanni. „Hann er ljúfur og yndislegur. Hann eldar fyrir mig góðan mat og hugsar vel um mig,“ segir Linda. „Hann er bara góður og venjulegur maður, en svo sjáum við bara hvað gerist.“

Linda segist vera heldur varkár þegar kemur að samböndum og eigi það rætur sínar að rekja til fortíðarinnar. „Ég lenti í hræðilegu ofbeldi í mínu fyrsta ástarsambandi, bæði andlegu og líkamlegu og ég er bara heppin að komast lifandi út úr því,“ segir hún.

„Ég fékk áfallastreituröskun eftir það í mörg ár, sem tók mig langan tíma að greiða úr, og ég drakk ofan í það. Síðan þá hef ég átt mjög farsælt líf án áfengis.“

Hinn dularfulli barnsfaðir

Linda hefur alla tíð verið einstæð móðir og er dóttir hennar, Ísabella Ása Lindudóttir, nú komin á fermingaraldurinn. Athafnakonan segist aldrei áður hafa greint frá því í viðtölum hver faðir hennar er þangað til í spjallinu með Loga, en þá segir hún um föðurinn:

„Hann er egypskur krabbameinslæknir og vísindamaður, búsettur í Bandaríkjunum að uppgötva og selja lyf við krabbameini. Hann er þroskaðri og aðeins eldri en ég,“ segir Linda hress og tekur fram að dóttir sín hafi fengið frábær gen frá þessum ónefnda draumamanni.

Segir hún þó að mæðgurnar hitti afar sjaldan á hann. „Ég er búin að vera einstæð móðir allt mitt líf og það var aldrei nein pabbahelgi. Ísabella hefur aldrei gist hjá honum, ekki einu sinni, en hann hittir hana tvisvar á ári og það hefur reynst okkur vel.“

Kom úr messu og fékk heilablóðfall

Þá opnar Linda sig um þá erfiðu reynslu sem fylgdi því að fá heilablóðfall, en það gerðist á síðasta ári. Hún segist vera heppin að hafa lifað heilbrigðu lífi og sé það líklega ein af ástæðunum fyrir því að ekki hafi farið verr. „Ég er grænmetisæta, þannig að þegar ég var skoðuð eftirá kom í ljós að allar æðar voru hreinar. Þetta hefur væntanlega þá verið álagstengt,“ segir hún, en á örlagaríka deginum var hún á leiðinni úr messu á sunnudagsmorgni með kærastanum og dóttur sinni. Þetta átti sér stað í Bandaríkjunum.

Skömmu eftir messuna finnur Linda fyrir svima, en lætur það ekkert stoppa sig frá því að halda í verslunarleiðangur með tvíeykinu. Þegar hún er byrjuð að týna matvörur í körfuna fer hún að upplifa máttleysi. Hún telur heppilegt að Jamie hafi verið sjóaður í fyrstu hjálp og hafi hann gripið til þeirra aðgerða að bera frúnna út í bíl.

„Ég finn að ég er að detta út en skynja allt og heyri í öllum í kringum mig,“ segir hún. „Þú hringir ekki bara að gamni í sjúkrabíl í Bandaríkjunum. Það er alveg átta og hálf milljón eða eitthvað, það er mjög dýrt. Þegar við komum á neyðarmóttökuna þurfti að halda á mér í hjólastól. Ég gat ekki hreyft mig. Ég hafði lamast í báðum handleggjum, öðrum fætinum og svo missi ég málið. Tungan hreyfðist ekkert og ég gat ekki talað. Það var ein hræðilegasta lífsreynsla sem ég hef gengið í gegnum. Bæði er ég hrædd því ég vissi ekki hvað væri að gerast og líka yfir því að Ísabella var stödd þarna og horfir upp á þetta gerast.”

Að sögn Lindu var um að ræða vægt heilablóðfall, sem betur fer, og að Ísabella hafi staðið sig sem algjör hetja í þessum aðstæðum. „Svo fer dóttir mín heim og ég er ennþá mállaus og lömuð á spítalanum, en þá hafði hún sett svona gulan Post-it miða, sem ég sá þegar ég vaknaði. Þar hafði hún skrifað: „Mamma mín, þetta verður allt í lagi. Ég elska þig.“ Þetta er það fyrsta sem ég sé þegar ég opnaði augun og ég gleymi því aldrei. Það var ofboðslega fallegt og þá fékk ég málið aftur,“ segir Linda.

Fyrrum fegurðardrottningin verður fimmtug í desember og skefur ekki af því hvað henni finnst gaman að eldast. Hún segir að það verði ekki efnt til partíhalda undir lok ársins, heldur stendur til að það verði brjálað partí allt árið. „Ég ætla bara að halda upp á lífið,“ segir hún sæl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Í gær

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna