fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Reynir kallaður pervert úti á götu: „Mikið af fólki sem er á móti mér“

Fókus
Fimmtudaginn 28. mars 2019 17:00

Reynir Bergmann. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á alveg fullt af „haters“,“ segir Reynir Bergmann, betur þekktur sem Reynir Snappari. Hann var gestur Föstudagsþáttarins Fókus hér á DV ásamt Gerði Arinbjarnardóttur hjá blush.is. Umræðuefnið var illt umtal á netinu og niðrandi skilaboð á samfélagsmiðlum, en bæði Reynir og Gerður eru það sem kallast áhrifavaldar.

Sjá einnig: Reynir ætlaði að lesa upp sjúkustu skilaboðin sem hann hefur fengið: Var stoppaður af – „Þetta er alltof gróft“

Í þættinum segjast Reynir og Gerður fá nóg af ljótum skilaboðum, en hafa þau verið kölluð öllum illum nöfnum úti á götu?

„Já, milljón sinnum,“ segir Reynir. „Ég hef heyrt að ég sé ógeðslegur og að ég sé pervert. Sérstaklega síðustu þrjá mánuðina. Ég hlæ bara að þessu. Svo á ég mikið af fólki sem er á móti mér,“ segir Reynir. Hann er þekktur fyrir að vera með ansi sterkar, og oft á tíðum umdeildar skoðanir, og viðrar þær á samfélagsmiðlum.

„Ég er búinn að vera hrauna yfir transfólk. Mér finnst það bara eitthvað rangt að vera transari. Þetta er bara það sem mér finnst,“ segir hann. „Mér finnst til dæmis gervi öryrkjar sem bara eru að vinna svart á einhverjum bótum, mér finnst það bara lélegt fólk. Ég er alveg búinn að hrauna yfir lið sem er á bak við skjáinn nagandi bjórglös og drekka sígarettur. Ég er búinn að láta þetta lið heyra það.“

Gerður og Reynir. Mynd: DV/Hanna

„Hún er að fokking fróa sér á Snappinu„

Gerður segist hins vegar ekki fá slíkar nótur í eigin persónu, augliti til auglitis. Hún segir það helgast af því að Reynir sé meira ögrandi en hún, en jafnframt að lykillinn að velgengni á samfélagsmiðlum sé að dansa á línunni.

Sjá einnig: Gerður: „Svo kom eitt svona drull frá einhverjum unglingaskít og þá bara brotnaði heimurinn“.

„Þú ert kannski svolítið mikið hinu meginn við línuna stundum, sem er allt í lagi. Þá nærðu vel til vissra einstaklinga,“ segir hún við Reyni. „Ég reyni að dansa á línunni en stundum fer ég aðeins yfir línuna, þegar ég er að tala um endaþarmsmök og eitthvað sem fólki finnst óþægilegt. Það er líka parturinn af því að fólk er forvitið, nennir að hlusta og nennir að fylgjast með.“

Í nánast beinu framhaldi af þessari umræðu rifjar Reynir upp hvernig það kom til að hann bætti Gerði við sem vin á Snapchat á sínum tíma.

„Hún var í útlöndum, greinilega á einhverri klámsýningu. Vinur minn sendi mér: Tékkaðu á þessari píu, hún er að fokking fróa sér á Snappinu. Ég ákvað að tékka hvort það væri ekki allt að frétta. Þá var hún að tala um eitthvað tæki. FImm mínútum seinna var hún bara sveitt, segjandi: Þetta er geðveikt, undir sæng. Þá kom sagan eins og hún væri að fróa sér á Snapchat og ég var bara: What the fuck?“ segir Reynir.

„Stundum er smá sviðsett og leikið. Maður er að búa til skemmtilegt efni fyrir fólkið. Í þessu tilviki prófaði ég tækið í alvörunni. Maður þarf að gera smá krassandi til að fá fylgjendur,“ segir Gerður.

Fylgið Gerði á Instagram með því að smella hér – Fylgið henni á Snapchat með því að smella hér.

Fylgið Reyni á Instagram með því að smella hér – Fylgið honum á Snapchat með því að smella hér.

Horfið á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“
Fókus
Í gær

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“